Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 58

Réttur - 01.10.1930, Síða 58
370 HREYFING ÍSL. ÖREIGAÆSKU [Rjcttur sníður alla sína bardagahögun eftir stéttakröfum ör- eigaæskunnar. Barátta og uppeldi eru því engar and- stæður. Það stendur undir stjórn og áhrifum K. I.* og K. P.** Það er því tengt allsherjarfrelsisbaráttu alls verkalýðsins. Fyrir 18. okt. næstkomandi verður S. U. J. gengið inn í K. J. I. Nokkru seinna boða lið- hlauparnir til þings í Rvík. íslenzk öreigaæska svarar þeim á viðeigandi hátt. Hún skildi, hversvegna sigl- firzkir borgarar hrópuðu með sosialdemokrötum á bryggjum Siglufjarðar að skilnaði. Hún vissi, að það var faðirinn, sem bauð týnda soninn velkominn heirn. íslenzk öreigaæska má eigi trúa því, að kjör hennar verði nokkurntíma bætt til hlítar í þingsölum eða á skrifstofum framsóknarkratanna. Hún þarf að berjast sjálf fyrir kröfum sínum, gagnrýna foringjana, og loks með eigin heila og höndum steypa kúgurunum af stóli. Hún ætti að tileinka sér hinar gullvægu hendingar Al- þjóðasöngsins: — Es rettet uns kein höhres Wesen Kein Gott, kein Kaisei' noch Tribun Uns aus dem Elend zu erlösen. Können wir nur sfelber tun. — íslenzk öreigaæska á að velja um, hvort örlög jafn- aðarstefnunnar skulu lögð í hendur verkalýðsins sjálfs og stríðið háð á grundvelli stéttabaráttunnar, eða hvort framkvæmd hennar á að vera skrifstofustarf sosialde- mokratiskra þingmanna, er sjálfir eru vafnir í ríkis- og bankaviðjum auðvaldsins. íslenzk verkalýðsæska á að kjósa um, hvort heldur skal fylgt sosialdemokratiski'i alikálfa-æsku, er snúið hefir heim til »pabba«, eða kommúnistiskri öreigaæsku, er skilur, að hún verður að berjast á stéttargrundvelli og veit, að engin sigr- andi stétt, hefir tekið völdin, öðruvísi en með ofbeldi. Ungir öreigar, kjósið! — Komið og berjist með oss! Ásyeir Blöndal Maynússon. * Alþjóðasamband Kommúnista. — ** Kommúnistaflokkurinn,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.