Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 63

Réttur - 01.10.1930, Page 63
fejettur] FRÁ ÍSL. VERKLÝÐSHRÉYFINGU . M7f> Fyíir mestallan þennan verkalýð er ómögulegt að organisera sig, með því að eiga að ganga beint inn 1 pólitískan flokk þar með. Það þarf því að skapa sam- band, sem tekið getur við verkalýðsfjelögum án tillits til pólitískrar flokkaskiftingar og gengist fyrir stofn- un verklýðsfjelaga á grundvelli stjettabaráttunnar, án þess að skylda þau þar með til að ganga í pólitískan flokk um leið. Myndun verkalýðssambands fyrir alt landið, sem skipulagslega sjeð óháð Alþýðuflokknum og öðrum flokkum, er því orðin brýn nauðsyn til að sameina all- an íslenskan verkalýð, hvort sem hann nú er utan eða innan samtaka verkalýðsins. ótti sumra jafnaðarmanna um að slíkur fjelagsskap- ur yrði ópólitískur er ástæðulaus. Pólitík í auðvalds- þjóðfjelagi er aðeins ein mynd stjettabaráttunnar, sú hlið hennar, er snýr að stjórnmálunum. Og óháð verka- lýðssamband yrði stjettarfjelagsskapur verkalýðsins, sem berðist baráttu stjettarinnaráöllumsviðumogyrði því í rauninni einnig pólitískur, alveg eins og t. d. sam- tök atvinnurekenda eru pólitísk, þótt ekki sjeu í pólitísk- um flokk eða meðlimir þeirra tilheyri ýmsum pólitísk- um flokkum, jafnvel sjeu jafnaðarmenn. Það þyrfti því enginn jafnaðarmaður að óttast slælegri fram- göngu verklýðssambands í þeim hagsmunamálum verkalýðs, er til stjórnmála heyra, en t. d. Alþýðusam- bandsins — og mætti tvímælalaust búast við beti'i, þegar að því er gáð, að verklýðssambandið helgar sig hagsmunamálunum eingöngu og beitir í baráttunni öll- um þeim vopnum, er verkalýðurinn á, pólitísk verkföll ekki undanskilin. Hinsvegar hefur hin beina kosninga- °}í þingstarfsemi Alþýðusambandsins óneitanlega dreg- ið geysilega úr og drepið að heita má verklýðsfjelaga- °g verkfallastarfsemi sambandsstjórnarinnar. Margfaldlega eykst þó gildi óháðs verklýðssambands, þegar viðbúið er, að Alþýðuflokkurinn sem pólitískur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.