Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 64

Réttur - 01.10.1930, Page 64
PRÁ ÍSL. VERKLÝÐSHREYFINGU [Rjcttur ‘576 flokkur, klofni milli sosialdemokrata og kommúnista. Því eigi hvert verklýðsfjelag þá að reka burt úr fje- lagsskapnum kommúnista fyrir að þeir berðust gegn pólitík valdhafa Alþýðusambandsins, þá væri þar með stefnt beint að því að kljúfa verklýðssamtökin. Og það sorglega dæmi, er nýlega varð í Reykjavík, þegar val- inkunnum brautryðjendum verklýðshreyfingarinnar er neitað um inntöku i »Dagsbrún« af því þeir sjeu kom- múnistar, er »Mene tekel«, er alvarleg bending til alls islensks verkalýðs að breyta skipulagi hreyfingar sinn- ar, áður en það er orðið um seinan. Nú dynur atvinnukreppa yfir landið og atvinnurek- endastjettin býr sig til árásar á launakjör verkalýðsins. Þessvegna hefur nauðsynin á heildarsambandi alls ís- lensks verkalýðs aldrei verið eins brýn og nú. Það verð- ur einmitt ráðist þar á garðinn, sem hann er lægstur, reynt að lækka laun þess verkalýðs, sem minst samtök hefur og lægst laun, t. d. vegavinnumanna, verka- kvenna o. fl. Sú árás verður aðeins brotin á bak aftur, ef verkalýðurinn stendur sameinaður gegn henni og lætur mæta hverri kauplækkunartilraun við minstu fje- lög eða samtakalausa vei'kamenn með öllu afli verk- lýðssamtakanna í einangrun, samúðai-verkfalli eða alls- herjarverkfalli. Næsta takmarkið í samtakamálum verkalýðsins er því að fá verklýðsfjelög landsins með í að stofna alls- herjar landssamband verklýðsfjelaganna, bygt á grundvelli stjettabaráttunnar, til að sameina verklýðs- stjettina án tillits til pólitískra skoðana hennar, í eitt allsherjar samband gegn atvinnurekendum. Hver einasti verklýðssinni, sem finnur hvar skórinn kreppir, mun því vinna þessu máli alt hvað hann megn- ar, því það er vissulega eitthvert mikilvægasta mál, sem íslensk alþýða berst fyrir.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.