Réttur - 01.10.1930, Qupperneq 69
líjettur]
RITSJÁ
381
hefir ekki eingöngu rætt þjóðféiagsmál, heldur einnig heimspeki-
ieg og' náttúrufræðileg efni. En öll þessi mál eru rannsökuð frá
sjónarmiði hinnar efnalegu þróunarspeki Marxismans (der ma-
terialistischen Dialektik). í tímarit þetta rita margir frægustu
rithöfundar og vísindamenn hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyf-
ingar. Bæði að efni og innihaldi er tímaritið afar vandað. Því
miður er ekki rúm til þess hér, að skýra nákvæmlega frá því
hefti, sem hér verður getið, heldur aðeins drepið á helztu grein-
ar þess.
Fyrsta grein þessa heftis er eftir D. Lurje um »Uppbyggingu
sósíalismans í Ráðstjórnar-Rússlandi og' útrýming stórbænda
(kulaka) sem stéttar«. Höf. lýsir fyrst því, hvernig verkalýðs-
byltingin rússneska leysti jarðaspursmálið í Rússlandi, hvernig
verkalýðurinn efldi og treysti bandalag sitt við smábændur og
miðlungsbændur, lífgaði verzlunarsamböndin við bændur með
samvinnufélagsskap o. s. frv. En með árinu 1927 var endurreisn
atvinnulífsins rússneska lokið, og lá það næst fyrir að efla. sem
mest stóriðnaðinn, en það gat ekki orðið, ef smábændabúskapn-
um hélt áfram og ef stórbændum (kulökum) var g'efið færi á
að vaxa upp og þroska auðvaldsbúskapinn. Þá hófust hin mildu
umskifti í landbúnaði Ráðstjórnar-Rússlands. Einhver hin stór-
feldastá lýðhreyfing' fótækra bænda og miðlungsbænda reis nú
upp og' samyrkjubúin þutu upp hvaðanæfa, miljónir bænckr lögðu
saman jarðir sínar og gengu til samyrkju, til sameiginlegrar
ræktunar á jörðinni, en sneru baki við kotbúskap einstaklinga.
Þessi grein D. Lurje sýnir ljóslega sigurför sósíalismans í sveita-
bygðum Rússlands. Hún opnar mönnum innsýn inn í einhverja
þá stórfeldustu atvinnubylting-u, sem orðið hefir í sögu mann-
kynsins, atvinnubyltingu, sem er að eyða mótsetningunni milli
borga- og sveitalífs og' mun losa í framtíðinni hina vinnandi
bændur úr »fásinnu sveitalífsins«, eins og' Marx orðaði það
endur fyrir löngu.
Þá er næst ágæt grein um »kaþólskuna í þjónustu fasismans«,
eftir R. Nowizki. Höf. rannsakar þar alla starfsemi kaþólsku
kirkjunnar á tímabili imperialismans. Bendir hann réttilega á
það, að kaþólska kirkjan er eitt hið bitrasta vopn auðvaldsins á
okkar tímum, sérstaklega þar, sem auðvaldið hefir tekið upp
einræði fasismans.
Enn jná nefna grein eftir W. Adoratski um »Heimspekinám
Lenins«. Giein þessi varpar skýru ljósi yfir þann þátt í starf-
semi Lenins, er snerti heimspekileg efni. f tímaritum hinna ís-
lenzku borgara, hafa borgaralegir mentamenn reynt að kasta
rýrð á heimspekiþekkingu Lenins (sbr. grein Árna Pálssonar um