Réttur


Réttur - 01.01.1970, Síða 11

Réttur - 01.01.1970, Síða 11
Sildarverksmiðja Síldarvinnslunnar h.f. i Neskaupstað. Það sem er stórreksmr á mælikvarða fámenns sveitarfélags, getur verið smárekstur á mæli- kvarða hinna stærri. Þar ber að hafa í huga mismunandi fólksfjölda og tekjuöflunar- möguleika þeirra. Þegar Neskaupstaður gerði út tvo togara var það stórreksmr á mælikvarða þess stað- ar, en hefði verið smáreksmr á mælikvarða Reykjavíkur. Ef Reykjavík hefði stofnað til sambærilegrar útgerðar hefði borgin gert út 100 togara og þá var um að ræða stórrekst- ur á hennar mælikvarða. Núverandi bæjar- utgerð Reykjavíkur væri stórreksmr í Nes- kaupstað, en ekki í Reykjavík og er hún þó stærsta fyrirtæki, sem talizt getur áhættu- rekstur, í eigu sveitarfélags. Þetta mikla fyr- irtæki svaraði til þess, að Neskaupstaður gerði út mótorbát. Kaup á 1000 lesta togara væri stórvirki í Neskaupstað (um 80 þús. kr. á íbúa), en smámunir fyrir Reykjavík (um 1500 kr. á (íbúa), svarandi til þess, að Neskaupstaður keypti 20 tonna bát. Með þessu vil ég vekja athygli á því, að þegar metin er þátttaka og áhætta sveitar- félaga í atvinnulífinu ber að hafa hina ytri aðstöðu i huga — fólksfjölda, tekjuöflunar- möguleika o. fl. 11

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.