Réttur


Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 25

Réttur - 01.01.1970, Blaðsíða 25
hafði auðvitað rétt fyrir sér í „Rússkaja misl". I refskák þeirri er þessir menn tefia gegn Sovétrússlandi batt hann x fyrsta lagi vonir sínar við klofning flokks okkar og í öðru lagi að mjög alvarlegur skoðanaágrein- ingur innan flokksins mundi leiða til þessa klofnings. Flokkur okkar styðst við tvær stéttir og því er óstöðugleiki hugsanlegur og hrun óum- flýjanlegt ef til þess kæmi að ekki tækist að skapa eindrægni milli þessara tveggja stétta. Færi svo væri tilgangslaust að gera þessar eða hinar ráðstafanir og yfirleitt að tala um stöðugleika miðstjórnar okkar. I því tilviki munu engar ráðstafanir geta hindrað klofn- ing. Eg vona þó að slíkt sé alltof fjarlægt og alltof ósennilegt til að um þurfi að ræða. Með stöðugleika á ég við tryggingu gegn klofningi í allra næstu framtíð og ætla mér að koma hér með nokkrar hugleiðingar alger- lega persónulegs eðlis. Eg hygg að sé fjallað um stöðugleika- vandamálið út frá þessu sjónarmiði ráði mið- stjórnarmenn á borð við Stalín og Trotskí úrslitum. I afstöðu þeirra hvors til annars felst að mínu viti drjúgur hluti þeirrar hættu á klofningi sem unnt er að forðast og því markmiði m.a. á að mínu áliti fjölgun mið- stjórnarmanna upp í fimmtíu eða hundrað menn að þjóna. Eftir að félagi Stalín varð aðalritari hefur hann dregið saman gífurleg völd í sínar hendur og ég er ekki sannfærður um að hann beri ævinlega skyn á að beita þessum völd- um af nægilegri gætni. A hinn bóginn ber félagi Trotskí ekki aðeins af sökum frábærra hæfileika, eins og hann hefur þegar sannað f barátm sinni gegn miðstjórninni í málum þjóðfulltrúaráðs samgöngumála. Persónulega er hann líklega hæfasti maðurinn í núverandi miðstjórn, en jafnframt maður sem gæddur er óhóflegri sjálfsvitund og ofurást á hrein- um stjórnunaraðgerðum. Þessir tveir eiginleikar tveggja frábærra forystumanna núverandi miðstjórnar geta leitt til klofnings án þess að til sé ætlazt. Grípi flokkur okkar ekki til ráðstafana til að hindra klofning gemr hann komið öllum að óvörum. Ég ætla ekki að lýsa frekar persónulegum eiginleikum annarra miðstjórnarmanna. Eg minni aðeins á að uppistand þeirra Sinov- éffs og Kamenéffs í október* var engin tilviljun. Hinsvegar er ekki hægt að saka þá um það persónulega fremur en Trotskí um að vera ekki bolseviki. Hvað snertir hina ungu miðstjórnarmenn langar mig að segja nokkur orð um Búkha- rin og Pjatakoff. Þeir eru að mínu viti hinir frábærusm starfskraftar (meðal þeirra yngsm) og gagnvart þeim ætti að hafa eftirfarandi í huga: Búkharin er ekki aðeins afar mæmr og mikilhæfur fræðimaður innan flokksins. Hann er einnig með rétm talinn uppáhald alls flokksins. En fræðilegar skoðanir hans geta aðeins með ýtrustu varúð talizt fyllilega marxískar, því að í honum leynist einhvers- konar skólaspeki (hann hefur aldrei kynnt sér díalektíkina í raun og sannleika og ég hygg að hann hafi aldrei skilið hana til fulls). 25.12. Nú um Pjatakoff. Hann er maður ★ Hér er átt við það sem venjulega hefur verið kall- að uppgjafarafstaða Sínovéffs og Kamenéffs er þeir á miðstjórnarfundunum 10. (23). og 16. (29). októ- ber 1917 lögðust á móti og greiddu atkvæði gegn tillögu Leníns um að þegar yrði ákveðið að hefja undirbúning vopnaðrar uppreisnar. Eftir að afstöðu Sínovéffs og Kamenéffs hafði eindregið verið vísað á bug á báðum fundunum birtu þeir 18. (31.) október yfirlýsingu í mensévíkablaðinu ,,Novaja sjísn“ þess efnis að bolsé- víkar væru að undirbúa uppreisnina, en þeir litu báð- ir á hana sem hreina ævintýramennsku. Ljóstruðu þeir þannig upp um samþykkt miðstjórnarinnar sem gerð hafði verið með mikilli leynd. Lenín fordæmdi þessar starfsaðferðir samdægurs í ,,Bréfi til félaga Bolsévíka- flokksins“ og kallaði þær fáheyrt trúnaðarbrot. — Útg. 25

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.