Réttur


Réttur - 01.01.1970, Side 31

Réttur - 01.01.1970, Side 31
Menntaskólinn i Reykjavik. rúmsloft þvingana og hlægilegra tradisjóna, fasistískir stjórnarhættir, sljóvgandi og heft- andi nám, eini valkostur um framtíð er skil- yrðis- og hugsunarlaus þjónkun við status quo. I upphafi líkti ég Menntaskólanum í Reykjavík við minnisvarða um gamla tíma °g úrelta hugsun. A svipaðan hátt má segja að starfshættir skólans séu eins og trúarat- höfn. Leyndinni um allar hreyfingar bak- sviðs og fastheldninni á fáránlegar tradi- sjónir svipar helzt til dularfullrar helgiat- hafnar. Námið er sem samsafn trúarsetn- inga, þar eru íslenzkar bókmenntir sundur- hakkaðar af málfræðilegum skýringum, nem- endum gert að eyða fleiri tímum á dag í að fletta upp í orðabókum glósum yfir fánýra hluti, stærðfræðin hefði kannski þótt góð og gild um nítján hundruð og þrjátíu, tímum er eytt í að hlýða mönnum yfir heimavinnuna eða skýra út uppbyggingu rómverska hers- ins. Hvergi grillir í nokkurn hlut sem snertir tuttugustu aldar menn. Svo virðist sem um- hverfið sé ekki til, heldur eru menn mataðir a gömlum hugsunum og tæknifræðilegri undirbúningsmenntun, sem setjast eins og lím á hugsun manna þannig að sífellt verður erfiðara að greina sjálfstæðar hreyfingar. Þó að kerfið stefni að einokun, grefur það hröðum skrefum undan tilveru sinni. Náms- menn gerast æ óánægðari með hlutskipti sitt, og þeir verða ekki blekktir með fram- farahjali um breytingar sem aðeins fela í sér nýjar útvíkkanir óbreytts ástands. Læri vald- hafar ekkert af reynslu erlendra starfsbræðra um áhrif þvingana á skólafólk, eiga þeir von á skjótri vakningu námsmanna, sem eflaust eiga eftir að koma eftirminnilega fram á sjónarsviðið á næstu árum sem aflmikill þjóð- félagshópur og gagnrýninn. GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR : U M KVENNASKÓLA- MÁLIÐ AndóAhreyfingar meðal ungs fólks, eink- um namsmanna, eru að verða virkt afl í þjóð- 31

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.