Réttur


Réttur - 01.01.1970, Síða 33

Réttur - 01.01.1970, Síða 33
Hópur kvennaskólastúlkna á pöllum Alþingis. leið en það samræmist anda hins nýja menntaskólafrumvarps.'' Ef hún meinar hér hinar sérstöku kvenna- námsgreinar, sem fyrirhugaðar eru við skól- ann, t.d. uppeldisfræði, sálarfræði, heilsu- fræði, listasaga o. fl., þá eiga þær erindi til karla jafnt sem kvenna og skyldi bari2t fyrir því, að þeir menntaskólar, sem fyrir eru taki þær á námsskrá sína. „I þriðja lagi tel ég sögulega hefð hvíla á þessari stofnun, en hún hefur frá upphafi leitazt við að veita stúlkum haldgóða mennt- un." Þetta með hefðina er ekki röksemd með frumvarpinu. Kennslan er hvorki verri né betri en í öðrum gagnfræðaskólum. „I fjórða lagi er líklegt, að fleiri stúlkur lykju stúdentsprófi en ella og þetta hefði nokkur áhrif í þá átt, að breyta hinu óhag- stæða hlutfalli kvenstúdenta til hins betra." Engin kvennaskólastúlka hefur átt í erfið- leikum með að komast í menntaskóla, hafi hún haft áhuga fyrir því. Allt fram að því að menntaskólahugmyndin náði tökum á skólayfirvöldum, hefur það verið betur þoklc- að af skólans hálfu, að stúlkur lykju sínu „Kvennaskólaprófi", heldur en, að þær hyrfu eftir þriðja vetur í menntaskóla. Annars eru þessar röksemdir svo óáþreif- anlegar, að erfitt er að ræða þær. Þetta er í raun og veru einfalt mál. Það sem um ræðir, er hvort títtnefndur gagn- fræðaskóli eigi að fá réttindi til að útskrifa stúdenta eða ekki. Oll rök hníga gegn því. Þegar frumvarp þetta var lagt fyrir þing- menn gat enginn þeirra mælt með því á mál- efnalegum grundvelli. Flestir vildu þó ekki standa í vegi fyrir þessu metnaðarmáli skól- ans og gáfu því atkvæði sitt. Slík eru vinnubrögð okkar háa alþingis. Fólki, sem kunnugt var um mál þetta, varð að vonum illa við, mótmælaöldur risu upp hvarvetna. Mikil blaðaskrif urðu um málið, fundahöld og undirskriftasafnanir. Núverandi og fyrrverandi Kvennaskóla- stúlkur, námsfólk og menntamenn áttu þátt 33

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.