Réttur - 01.08.1970, Page 14
í sögu mannkynsins. Og hann mun halda áfram að
hafa áhrif, en af því leiðir, að það hlýtur að verða
æ mikilvægara að gera sér grein fyrir eðli hug-
mynda hans og þeim hætti, sem þær eru túlkaðar
með.
Erich Fromm hefur látið svo ummælt'), að það
sé eitt hinna einkennilegu og kaldhæðnislegu fyrir-
bæra sögunnar, að því séu engin takmörk sett hve
hægt er að misskilja og rangfæra fræðikenningar
og það jafnvel á tímum þegar gnægð heimilda er
fyrir hendi. Engar kenningar hafa verið harðlegar
leiknar með þessum hætti en kenningar Karls Marx.
Það er þá fyrst, þegar slíkum misskilningi hefur
verið rutt úr vegi, að unnt er að hefjast handa um
að kynna sér kenningar hans. Hegel komst svo að
orði, að öll heimspeki yrði einungis innantóm form-
fræði, ef maður gerði ekkert annað en það eitt að
staglast á grundvallaratriðum. Augljóst er, að ef
taka á marxismann til gagnrýninnar athugunar,
verður að skilja hann I raun og veru, en ekki láta
sér nægja umsögn um hann. Það verður umfram allt
að forðast þá aðferð, sem er of algeng I heimspeki-
legum rökræðum, sem sé þá að lýsa afstöðu þess,
sem maður á orðastað við, með sömu orðum og
maður mundi sjálfur nota ef maður væri á sömu
skoðun. Þegar þetta er gert, notar maður ekki hans
eigin orð, heldur lagar þau eftir orðalagi, sem a
rætur að rekja til annarrar fræðikenningar af allt
öðrum toga.
Umfram allt þurfa menn að gera sér grein fyrir,
að Marx sjálfur (og sama má segja um lærisveina
hans) var aldrei gruflandi kenningasmiður, sem
hafði áhuga á hugmyndum hugmyndanna vegna né
heldur kom hann sem heimspekingur fram með
fræðilegt kenningakerfi, sem ætlað var að skýra
þróunarsögu mannkynsins i einu og öllu.
FRUMSPEKIN
OG
ÞJÖÐFÉLAGIÐ
Marx sagði: „Heimspekingarnir hafa aðeins reynt
að skýra heiminn á mismunandi hátt, það sem máli
’) Erich Fromm, Marx's Conception of Man. (Hug-
mynd Marx um manninn).
skiptir er að breyta honum". En hvernig á að fram-
kvæma slika breytingu? Að sjálfsögðu ekki með
því að ráðast í að uppgötva undirstöðuatriði rétt-
látrar þjóðfélagsskipunar og leitast siðan við að
þrörigva þeim upp á umheiminn, heldur með þvi að
beita þeim aðferðum, sem rannsóknarvísindin hafa
yfir að ráða til þess að uppgötva lögmál hinnar
sögulegu framvindu.
Marx gerir skýran greinarmun á þeim öflum sem
eru að verki í þjóðfélaginu og hinum hugvitssam-
legu, en yfirborðskenndu, þönkum frumspekinnar.
Honum var vitrænn skoðunarháttur I blóð borinn,
en af því leiddi að markmið hans var ekki að
höndla sannleikann með huglægum ályktunum ein-
um saman, heldur með hlutlægri rannsókn ákveð-
inna fyrirbæra. Vísindakenningar verða ekki til i
kolli einstakra manna, heldur spretta þær af sögu-
legum og samtíma staðreyndum, og þær verða að
gangast undir prófun í ósveigjanlegum og ómót-
stæðilegum heimi raunveruleikans. Þessi heimur
raunveruleikans stendur utan hugsunarferlisins og
markar visindamanninum stöðugt brautina við rann-
sókn hans eftir ákveðnum reglum. Marx var í slíku
rannsóknarhlutverki, þegar hann komst að þeirri
niðurstöðu, að móthverfurnar í þjóðfélaginu sjálfu
væru uppspretta hinnar sögulegu framvindu. Þess-
ar móthverfur valda sifelldum óstöðugleika og til
þeirra má rekja uppkomu félagslegra og pólitískra
hreyfinga, sem setja sér það mark að yfirvinna
hann með róttækri nýskipan mála.
Þetta dialektiska ferli felur samt engan veginn
í sér, að skilningur og vilji mannsins skipti engu
máli fyrir söguþróunina.
Marx vísaði hinni eldri efnishyggju á bug að svo
miklu leyti sem hún leit á manninn sem leiksopp
utanaðkomandi afla. Þessi skoðun fól ekki í sér
neina viðurkenningu á gagnkvæminu I svörun
mannsins við umhverfinu, á því starfi hans, er mið-
aði að breytingu og umsköpun á því — og endur-
nýjun sjálfs sin.
Það, sem máli skiptir á hverjum einstökum tima,
er ekki að setja hugsjónir sósíalismans upp á móti
veruleika kapítalismans og leitast við með fortölum
að afla stuðnings við framkvæmd þeirra. Það, sem
máli skiptir, er, hvort maður I rás manniegra sam-
skipta á hverjum tíma játast eða játast ekki undir
nauðsyn félagslegrar nýskipunar. Er þjóðfélags-
skipunin með þeim hætti, að hinir sívaxandi árekstr-
ar innan efnahagskerfisins leiði til hruns og upp-
lausnar eða er því öfugt farið?
102