Réttur


Réttur - 01.08.1970, Page 22

Réttur - 01.08.1970, Page 22
svo erfitt fyrir að beita honum að nær óger- legt verði. Með þessu annarsvegar og gengis- lækkunarvopninu hinsvegar — en svo at- vinnuleysissvipunni í bakvasanum, — á að halda verkalýðnum undir okinu, gera Island að því stöðuga láglaunalandi, sem geri það girnilegt til arðráns í augum erlends auðvalds. „Við höfum hafiið sóknina. Við verðum að halda henni áfram,” sagði Eðvarð Sigurðsson á Dagsbrúnarfundinum mikla í Háskólabíói. Þessi sókn verkalýðsins verður að halda áfram með stórsigrum í næst þingkosningum. Þessi sókn verður að halda áfram með stórfelldum kauphækkunum 1971. Það er þetta sem ný og verri afturhalds- stjórn á að hindra og þvert á móti lækka kaupið. Því er það að stéttabarátta alls launafólks og sjálfstæðisbarátta Islendinga tvinnast sam- an í þeim átökum, sem nú eru framundan. Innlenda afmrhaldið ætlar að færast í ann- að veldi með samstjórn Ihalds og Framsókn- ar. Það þarf að kæfa þær fyrirætlanir í fæð- ingunni með stórsigri Alþýðubandalagsins. Utlenda auðvaldið ætlar að ná algerum kverkatökum á þjóðinni með nýjum smánar- samningum. Það þarf að koma í veg fyrir slíkt. „Kastalinn" í Straumsvík og Keflavík- urvöllur eru meir en nóg smánartákn þeirri þjóð, sem stóð sameinuð 1944 um kjörorðið: „Svo aldrei framar Islandsbyggð sé öðrum þjóðum háð". Það að hrinda þeim áhlaupum, sem erlent og innlent afmrhald nú undirbýr, er forsenda fyrir nýrri sókn, — alveg eins og það að hrinda gerðardómslögunum 1942 með skæru- hernaðinum var forsendan fyrir stórsókninni, lífskjarabyltingunni 1942. Með því starfi, sem flokkurinn, Alþýðu- bandalagið, og verklýðsfélögin vinna í vetur, ræðst það hvort sú stórsókn hefst og sá stór- sigur vinnst næsta vor, sem alþýðan og öll þjóðin á framtíð sína undir, — sá sigur, sem alþýðan getur unnið, ef hún aðeins vill það sjálf og öll. 110

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.