Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 23

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 23
INGI R. HELGASON: NOKKRAR HUGLEIÐINGAR AÐ LOKINNI RÚMENÍUFERÐ I byrjun september þessa árs fór sendinefnd frá Alþýðubandalaginu til Rúmeniu í boði Kommún- istaflokks Rúmeniu og dvaldist þar í 9 daga. i nefndinni voru Svavar Gestsson, formaður nefnd- arinnar, Guðrún Guðvarðardóttir, Svandis Skúla- dóttir, Huida Sigurbjörnsdóttir, Guðmundur J. Guð- mundsson og Ingi R. Helgason. Nefndin átti tvo viðræðufundi við nefnd frá rúmenska flokknum, en fyrir henni var Dimutru Popesku. Auk þessara tveggja viðræðufunda hitti islenzka nefndin og ein- stakir nefndarmenn að máli forystumenn Alþýðu- sambands Rúmeniu og kvennasamtakanna þar i landi, fulltrúa í borgarstjórn ýmissa borga, forystu- menn einstakra verkalýðsfélaga, stjórnendur iðn- fyrirtækja, varaforseta Þjóðbankans og ráðuneytis- stjóra o. s. frv. íslenzku nefndarmennirnir heimsóitu m. a. klæða- verksmiðju, húsgagnaverksmiðju, oliuefnaiðjuver, flokkssafnið, barnaheimili, oliuhreinsunarstöð i Plo- esti o. s. frv. Þrátt fyrir þessar heimsóknir og við- ræðufundi, gafst timi til að stinga sér aðeins i Svarta hafið og njóta unaðsemda Karpatafjallanna. Það sannaðist i þessari ferð, hvilikt gagn er að heilbrigðum samskiptum verkalýðsflokka hinna ýmsu landa, sem glima við svipuð verkefni við næsta ólikar aðstæður. Islenzka sendinefndln fór hlaðin spurningum að heiman og voru sumar nær- göngular, bæði um ástand og þróun innanlands i Rúmeniu og utanrikismál og stöðu Kommúnista- flokks Rúmeniu í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyf- ingu. Viðræðurnar fóru fram í mestu vinsemd og höfðu rúmensku félagarnir svör á reiðum höndum. 111

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.