Réttur


Réttur - 01.08.1970, Page 27

Réttur - 01.08.1970, Page 27
Frá bókasafni við skóverksmiðju í borginni Cluj í Rúmeniu. eða í uppbyggingu sósíalismans, — og hver flokkur hefur fullt forræði á þessu mati, og læim ákvörðunum, sem á því eru byggðar. A sama hátt og það er fáránlegt, að einn verkalýðsflokkur ætli sér að segja öðrum flokki fyrir verkum, taka ákvarðanir fyrir hann, leiðrétta „mistök" hans o. s. frv., er það jafn fáránlegt af einum verkalýðsflokki að slíta eðlilegum samskiptum við annan verkalýðsflokk á þeirri forsendu, að hinn síð- arnefndi hafi gert „mistök." Slík afstaða, sitt í hvora áttina, er alger höfnun á fullveldi flokkanna í samskiptum þeirra, og hún leiðir í ógöngur, til sambandsleysis og tortryggni. Hugmyndafræðilegri einokun eða tilraun til hennar, þarf að útrýma í samskiptum sósí- alista og sósíalískra flokka og taka í þess stað höndum saman um sköpun víðtæks samstarfs og einingar í röðum sósíalismans. IV Við höfum gætt þess að skella ekki hurð- um í samskiptum okkar við aðra verklýðs- flokka, sögðu rúmensku félagarnir. Við leggj- um áherzlu á að tala við þá alla, líka þá, sem standa í opinberum deilum sín á milli. Við erum ekki sjálfskipaðir sáttasemjarar, en við höfum ýmsu áorkað í réttar áttir hvað snert- ir samskipti flokkanna með því að geta talað við báða deiluaðila. Við teljum það ekki að- eins rétt að flokkarnir tali saman þrátt fyrir skoðanaágreining heldur nauðsynlegt fyrir eininguna í hinu alþjóðlega kerfi sósíalism- ans, og við erum bjartsýnir á, að svo muni flokkarnir gera. Við erum stofnendur Efnahagsbandalags Austur Evrópuríkjanna (Comecon) og mun- um starfa þar á þeim grundvelli, sem lagður var í upphafi, en hann byggir á fullkomnu fullveldi aðildarríkjanna. A sama hátt erum við meðlimir Varsjár- bandalagsins og verðum það. Við tökum hins vegar ekki þátt í þeim athöfnum þess, er okkur finnst fara í bág við fullveldi aðildar- ríkjanna. Við styðjum eindregið þá tillögu, að Var- sjárbandalagið og Atlantshafsbandalagið verði bæði lögð niður, en það þarf að gerast samtímis og gegnum samninga um afvopnun. 115

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.