Réttur - 01.08.1970, Síða 28
tJR
VALDA-
ANNÁL
FRAM-
SÓKNAR
i
Framsókn segist nú oft vera eini flokkurinn, sem
verkamenn og aðrir launþegar geti treyst til kaup-
hækkunarbaráttu, ef hún fái völd og áhrif. Það er
rétt að rifja upp nokkur atriði úr valdaferli hennar:
1938
17. marz. Fyrstu samstjórn Framsóknar og Al-
þýðuflokksins, ,,stjórn hinna vinnandi stétta" lýkur
með því að Framsókn knýr fram gerðardómslög
gegn sjómönnum í kaupdeilu og Alþýðuflokkurinn
,,dregur" ráðherra sinn, Harald Guðmundsson, ,,út
úr" rikisstjórninni. — Fyrstu ,,stjórn hinna vinnandi
stétta" lauk á kúgunartilraun Framsóknar við hinar
vinnandi stéttir.
1942 — veturinn
Eftir illan feril „þjóðstjórnarinnar" undir forsæti
Framsóknar og fjandskap mikinn við verkalýðinn,
lýkur henni með þvi að sett eru gerðardómslögin
illræmdu gegn verklýðssamtökunum í janúar 1942.
Alþýðuflokkurinn segir sig þá úr þjóðstjórninni.
Sósialistaflokkurinn skipuleggur skæruhernað verk-
lýðshreyfingarinnar og brýtur lögin á bak aftur. —
Framsókn hröklast frá völdum.
1942 — haustið
Framsókn gerir kauplækkun að skilyrði fyrir
myndun vinstri stjórnar. Það verður þvi ekkert úr
henni.
1944
3. október. Framsókn sprengir fjögra flokka um-
ræður á því að hún álítur kauplækkun nauðsynlega.
Um leið býður hún ihaldinu upp á stjórnarmyndun,
sem hefði þá beinst gegn verkalýðnum og kaup-
hækkunarbaráttu hans.
Afstaða Framsóknar til kauphækkunarbaráttu
verkalýðsins sést bezt á eftirfarandi tilvitnunum i
„Tímann" um þessar mundir:
„Tíminn" í ritstjórnargrein 21. júli 1944: „Ef til
andstöðu atvinnurekenda kæmi, myndu lika skapast
verkföll og aukinn ófriður i þjóðfélaginu, sem yrði
atvinnulífinu til mikils trafala. Þó er vafalaust, að
slikur ófriður væri þjóðfélaginu ekki skaðlegri en
þetta algera undanhald atvinnurekenda í kaup-
gjaldsmálunum".
„Tíminn“ 29. sept. 1944: „Það hefur aldrei komið
betur i Ijós en eftir hina drengilegu framkomu Bún-
aðarþings, að allt skraf kommúnista um frið og
stjórnarsamvinnu er fláttskapur einn. Ef friðarvilji
þeirra væri á nokkurri alvöru byggður, var það
minnsta, sem af þeim mátti vænta, að þeir aflýstu
öllum verkföllum og leggðu niður alla kauphækk-
unarbaráttu, en heiðarlegast hefði verið, að bjóða
fram tilsvarandi lækkun á kaupgjaldi og bændur á
afurðaverðinu".
í tilboði Framsóknar til Ihaldsins um stjórnar-
myndun er ekki minnzt á nýsköpun atvinnulífsins,
sem Framsókn hafði enga trú á. „Úrræði" hennar
birtust i þessari setningu í ritstjórnargrein 7. nóv.
1944 eftir að Timinn áður hafði gert mikið gys að
hugmyndunum um nýsköpun atvinnulifsins:
116