Réttur


Réttur - 01.08.1970, Page 37

Réttur - 01.08.1970, Page 37
VIZKA I SAMBIJÐ Samningur þýzku sósíaldemókratastjórnar- innar undir forystu Willy Brandt og sovézku kommúnistastjórnarinnar undir forystu Kosy- gins um að virða núverandi landamæri í Ev- rópu og reyna ekki að breyta þeim með valdi var undirritaður í Moskvu 12. ágúst 1970. Með þessu hafa ríkisstjórnir þessara landa — og þar með sovézki Kommúnistaflokkurinn og þýzki Sósíaldemókrataflokkurinn stigið hin mikilvægustu spor til friðar og jafnframt sýnt mikinn pólitískan þroska og víðsýni. Þessi samningur er stórsigur yfir hinni end- urvöktu þýzku hernaðarstefnu innan frá og utan frá, þeirri yfirgangsstefnu þýzks auð- valds og afturhalds, sem auðmannastétt Bandaríkjanna hefur mest ýtt undir frá stríðs- lokum, enda öskrar nú þýzka afturhaldið og Springer-blöðin sem mest þau mega. Evrópu og öllum heimi er mikil hætta búin af þeim vilta þjóðrembingi, sem þessi einokunarpressa auðvaldsins getur æst upp, eins og mannkynið áður fékk á að kenna í Hitlers tíð. Það vald og þá hættu má ekki vanmeta. En því meiri nauðsyn að verklýðsflokkar og öll frjálslynd öfl sýni í senn þor og þroska til að hefta þessi afturhaldsöfl. Það sem Evrópa þarfnast, er vaxandi sam- starf kommúnista- og sósíaldemókrataflokk- anna í Evrópu. Til þess að efla það og skapa gagnkvæmt traust, er m.a. nauðsynlegt sjálf- stæði sósíaldemókrataflokkanna gagnvart Bandaríkjunum og auðvaldi sinna eigin landa sem og umburðarlyndi og víðsýni hinna ríkj- andi kommúnistaflokka samfara raunsæi út á við. Upplausn hernaðarbandalaganna og af- nám erlendra herstöðva væru næstu stóru Willi Stoph og Wiily Brandt. sporin, sem stíga þarf. — Það mun allt taka sinn tíma, en það er þó það sem koma skal. Það sem veröldin þyrfti á að halda nú væri vitnrleg og djörf forusta verklýðshreyf- ingarinnar í Evrópu, samstilltrar í „austri" og „vestri", sem byði auðmannastéttum Ev- rópu og Ameríku byrginn, en rétti þjóðfrels- ishreyfingum þriðja heimsins bróðurhönd til hjálpar og uppbyggingar landa þeirra. Vald Sovétríkjanna og raunsæ virðing fyr- ir því valdi hjá andstæðingum þeirra er und- irrót þess að þessir mikilvægu samningar náð- ust. En ef friðsamleg sambúð á að haldast og friðvænleg þróun til sósíalisma að gerast í Vestur-Evrópu, þá þarf sósíalistísk verklýðs- hreyfing Evrópu að gera sér ljóst að samhliða valdi sínu verður hún að þroska svo áhrifa- tæki sín, að hún vinni hug og hjörtu al- mennings, nái öruggum meirihluta í öllum þessum löndum. En nú sem stendur eru áróð- urstæki auðvaldsins í Vestur-Evrópu miklu sterkari en áhrifatæki alþýðu. Sú aðstaða verð- ur að gerbreytast. 125

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.