Réttur - 01.08.1970, Síða 38
Alveg sérstakt gildi hefur Moskvusamn-
ingurinn frá 12. ágúst fyrir bæði þýzku ríkin.
Það verk, sem þeir nafnarnir Willy Brandt
og Willi Stoph hófu í umboði flokka sinna,
ætti nú að ganga hraðar. Raunhæf viðurkenn-
ing á þýzka alþýðulýðveldinu, sem löngu
hefði átt að vera komin, er nú orðin hin
brýnasta nauðsyn fyrir heilbrigt stjórnmálalíf
Evrópu. Norðurlöndin gætu hraðað slíkri
þróun með því að taka upp stjórnmálasam-
band við DDR strax.
SAMSTEYPUR
AUÐJÖFRANNA
Hér heima reyna vissir reikningsmeistarar
að telja þjóðinni trú um að henni sé alveg
óhætt að sleppa öllum efnahagslegum vörn-
um, því efnahagslíf Evrópulanda miðist við
„hið frjálsa framtak einstaklingsins" og
„dugnaður og framtakssemi" sé nægilegt til
þess að komast að á hinum „frjálsu mörkuð-
um" auðvaldslandanna.
Meðan þannig er verið að blekkja Islend-
inga heldur hinsvegar sú þróun áfram í auð-
valdsheiminum með stærri risaskrefum en
nokkru sinni fyrr, sem Lenín forðum lýsti í
bók sinni „imperíalismanum": samruni vold-
ugustu fyrirtækja í allsráðandi einokunar-
hringi. Og nú eru það ekki lengur bara
smærri fyrirtækin, sem hin stóru gleypa eða
traðka undir járnhælnum. Nú eru það stærstu
fyrirtæki eigi aðeins eins lands, heldur og
margra landa, sem sameinast í eitt: einn vold-
ugan auðhring, sem ræður markaði í mörg-
um löndum og engin leið fyrir einhverja
smáiðnrekendur að keppa við.
Hér skulu nefnd nokkur dæmi.
í Bretlandi sameinuðust tveir stórir bíla-
framleiðendur British Motor Holdings og
Leyland Motors Ltd. og fleiri í British Ley-
land, ennfremur þrjú stór rafmagnsfirmu
Associated Electrical-Industries, General
Electric Co. og English Electric Co. í eitt
risafyrirtæki. Þá sameinuðust og tveir af fimm
stærsm bönkum Bretlands: Westminster
Bank og National Provincial Bank í einn
banka, með 2 miljarða sterlingspunda höfuð-
stól. — I Bretlandi eru nú þrír risa-auðhring-
ir, hver með yfir 1 miljarð punda höfuðstól:
Shell með 1600 miljónir punda og 69 þúsund
verkamenn og starfsmenn, — Imperial
Chemical lndustries (I.C.I. efnafræðihringur-
inn) með 1390 miljón punda höfuðstól og
187 þúsund verkamenn og starfsmenn — og
B.P. með 1445 miljón punda og 75 þúsund
verkamenn og starfsmenn. — 2% af hluta-
félögum Bretlands ráða 50% af heildarverð-
mæti þjóðarframleiðslunnar.
I Vestur-Þýzkalandi hafa tveir voldugir
vörubílaframleiðendur: Daimler-Benz og
Rheinische Stahlverke AG sameinast og ráða
þannig tveim þriðju markaðsins. I stáliðjunni
slá þeir stærstu sér saman og raftækjafyrir-
tækin Siemens og AEG-Telefunken hafa tek-
ið upp samvinnu, er leiðir til þess að þau ráða
yfir 10% af framleiðslugetu auðvaldsheims-
ins á rafölum (Turbogeneratorum). — Tvö
stærstu raftækjafyrirtæki Frakklands runnu
saman í eitt og svipað gerðist á Italíu.
Af 200 stærstu auðfélögum utan Banda-
ríkjanna eru nú 65 ensk, 26 vesturþýzk og 23.
frönsk.
I efnaiðnaðinum er þessi hringaþróun í
Vestur-Evrópu hröðust, þannig að auðhring-
irnir þar standi nú betur að vígi á þessu sviði
gagnvart þeim bandarísku en áður. Af 12
voldugustu efnaiðnaðarjötnum auðvalds-
heimsins eru nú 5 amerískir en 7 vestur-ev-
rópskir (þrír vesturþýzkir en einn af hvorum
hinna: ítalskur, franskur, enskur og hollenzk-
ur).