Réttur


Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 41

Réttur - 01.08.1970, Qupperneq 41
hagsvígi fyrir yfirdrottnun hvíta kapítalism- ans í suðurhluta Afríku. Portúgölsku fasist- arnir, hvíti minnihlutinn í Rodesíu og fasista- stjórn Suður-Afríku hafa einbeitt sér á að þetta mikla mannvirki skuli gert. Stíflan er 20 metra löng, 160 metra há og á að fram- leiða 2000 megavött raforku fyrir öll þessi lönd frá 1975 og helmingi meira frá 1979- Suður-Afríka fær 70% þessarar orku. Portú- gal ætlar að þróa héraðið kringum stífluna hvað iðnað og landbúnað snertir eingöngu fyrir hvíta innflytjendur. Vesturþýzk og frönsk auðfélög hafa tekið að sér að reisa þetta mannvirki eftir að sænsk og ensk fyrir- tæki höfðu hætt við af pólitískum ástækðum. Meðal þeirra eru fyrirtæki, sem Islendingar kannast við af starfsemi hér eins og Hochtief, Brown Boveri & Co., Siemens og AEG-Tele- funken. Frelsishreyfingar íbúa þessara landa hatast við þetta risavaxna kúgunarfyrirtæki og hafa svarið þess dýran eið að hindra byggingu þess og sprengja það, sem byggt er. Eduardo Mondlane, leiðtogi Frelimo, frelsishreyfing- ar Mosambík-búa, sagði að ef þetta fyrirtæki hepnaðist hefðu hinir hvítu kúgarar Afríku unnið endanlega. Hann var myrtur. — Bar- áttu hinna kúguðu svörtu íbúa Afríku harðn- ar í sífellu — og samúðin með þeim vex í Evrópu. Meira að segja sósíaldemókrataflokk- ur Vestur-Þýzkalands ákvað nýlega að styðja þjóðfrelsisbaráttu þeirra og styrkja fjárhags- Iega. neyð OG ÓGNARSTJÓRN I SUÐUR-AMERIKU Schlesinger, sagnfræðingurinn, sem var ráðunautur John F. Kennedy, reit um órétt- Fórnarlamb portúgalska hersins i Mósambik. lætið í Suður-Ameríku þessi orð: „Einum átmnda fleira fólk en er í Bandaríkjunum verður að lifa af einum áttunda hluta okkar þjóðartekna. 5% íbúanna fær þriðjung þjóð- arteknanna, en 70% verða að lifa í ólýsan- legri fátækt. En stjórnendurnir miða allt við að láta ástandið haldast óbreytt." Neyðin vex í sífellu. Suður-Ameríku-búar hafa minna að éta í dag en fyrir 30 árum. 70% íbúanna í Honduras þjáist af næringar- skorti. I Haití hungra yfir 80% íbúanna. 1500 börn deyja daglega úr hungri í Suður- Ameríku samkvæmt skýrslum barnalækna á þingi í Mexícoborg. I Suður-Ameríku þykir það eðlilegt þjóð- félagsástand að einn nauta-barón eigi hundrað þúsund nautgripi, en að þrír fjórðu hlutar allra barna fái aldrei mjólk. Stórjarðeigendur og námueigendur eignast miljarði, en t.d. í Haití eru árstekjur rúmar 6000 ísl. krónur. Kúgunin er svo gengdarlaus að t.d. á naut- gripabúi í Argentínu sker verkstjóri með hníf sínum eyrað af verkamanni, ef hann dirfist að mögla. Barnadauðinn er 30%. Væntan- legur meðalaldur er 43 ár hjá karlmönnum, 49 hjá konum. 9 af hverjum 10 íbúðum í Honduras hafa moldargólf. Rennandi vatn er aðeins í 4,5% íbúða í Chile, aðeins 4,2% 129

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.