Réttur


Réttur - 01.08.1970, Side 45

Réttur - 01.08.1970, Side 45
syn þess að reka róttækari pólitík gagnvart auðvaldinu og taka upp beina samvinnu við kommúnista. ÍTALÍA Kommúnistaflokkur Ítalíu vann sem kunn- ugt er mikinn sigur í bæjarstjórnakosningun- um síðasta sumar. Rétt er að vekja athygíi á einu sérstöku atriði í sambandi við þessar kosningar, sem er einstakt fyrir Italíu og það umburðarlyndi og gagnkvæman skilning, sem ríkir þar á meðal róttækra sósíalista með mismunandi skoðanir: „Vinstra" megin við Kommúnistaflokk Italíu eru ýmsir smáhópar svo sem: Ahang- endur fjórða alþjóðasambandsins (trotskistarh Samband ítalskra kommúnista (Marxistar - Lenínistar) og Kommúnistaflokkur Italíu (Marxistar - Lenínistar), hvortveggja hinir síðarnefndu fylgjendur Mao. Allir þessir þrír hópar skoruðu á fylgjendur sína að kjósa Kommúnistaflokk Italíu, en gagnrýndu um leið ýmislegt í pólitík flokksins. Trotskistarnir skrifuðu „Unita", aðalblaði KFIt., og spurðu hvort blaðið áliti þá enn „klíku morðingja og njósnara". Blaðið svaraði og kvað slíkar lýs- ingar „tilheyra aðferðum liðinna tíma, sem nú væru lagðar niður". Jafnframt undirstrik- aði blaðið hið heilbrigða í einingu þeirri, sem ákvörðun hópanna væri táknræn fyrir, þá einingu, sem jafnframt varðveitir sjálf- stæði hvers hóps. PARAGUAY í Paraguay er kaþólska kirkjan þjóðkirkja. Nú hefur öll kaþólska kirkjan þar tekið af- stöðu gegn fasista-einræðisstjórn Stroessners. Hefur þessi andstaða smásaman verið að þró- ast. Þannig skoraði blaðið „Communidad", málgagn biskupanna, í júlí 1969 á þjóðina að mótmæla komu Nelson Rockefellers, sem var sendiboði Nixons. Þegar ríkisstjórnin svaraði með fangelsunum, gerði ráðstefna biskupanna sér lítið fyrir og bannfærði inn- anríkisráðherrann og stöðvaði allar trúarat- hafnir. Þannig vex andúðin gegn einræðisstjórn- um Suður-Ameríku. Meira að segja í Brasilíu hefur íhaldssöm biskupa-ráðstefna gefið út hirðisbréf til að mótmæla pyntingum póli- tískra fanga. ÍRAK í írak er enn af hálfu Baath-flokksins og ríkisstjórnar hans beitt hinum svívirðilegusm ofsóknum gegn kommúnistaflokknum. Félag- ar hans eru fangelsaðir án dóms og laga, pyntingar og morð á kommúnismm færast í vöxt. Meðal forysmmanna kommúnista, er myrtir hafa verið nýlega eru Sattar Khdair, miðstjórnarmaður, og Mouhammed Ahmed al-Chidari. Kommúnistaflokkur írak er einn af þeim hetjuflokkum sósíalismans, sem engar ofsókn- ir hafa getað bugað. Rétmr hefur áður (t.d. í grein í 48. árg. 1965 á bls. 39—42) skýrt frá einstökum atriðum ofsóknanna gegn hon- um og hetjulegrl baráttu hans. 133

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.