Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 2

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 2
ur smánarsamninginn, sem skráður var undir ógnunum fallbyssnanna. Gamla Ijónið urrar og sýnir brotnar tennurnar, en þorir ekki að bíta. — Hið forna vígorð: eigi víkja mun færa oss sigurinn sem fyrr, ef þrautseigja vor og sam- heldni ekki bilar. ★ En meðan við heyjum okkar friðsamlegu baráttu fyrir fullu sjálfsforræði yfir hafi og landi, heyr önnur þjóð sína blóðugu, fórnfreku frelsisbaráttu austur í Víetnam við voldugasta, nýtízkasta nýlenduveldi heims: Bandaríkin. 'O'ld vor er öld hryðjuverkanna. Nú síðast voru slík viðbjóðsleg verk drýgð ' Evrópu í smáum stíl í Munchen af „áhugamönnum" sem afvegaleiddir telja sig fórna lífi sínu fyrir hugsjón, — en „sérfræðingar" hryðjuverkanna í stórum stíl sitja í Pentagon: múgmorðingjar, sem vinna vísindalega að útrýmingu saklauss fólks í tugþúsunda tali og gera slík verk að góðum „business" fyrir volduga auðhringa, framleiðendur drápstólanna. Með verk- um sínum: eyðingu og eitrun akra og skóga til frambúðar og sprengjuvarpi á stíflugarða — gefur hervaldið mikla hinni fátæku, frelsisunnandi þjóð í skyn að það muni eyðileggja lífsmöguleika hennar í landinu til langframa, ef hún ekki lofi sér að vinna stríðið og firri hrokagikkina í Washington alþjóð- legum álitshnekki hjá þeim, er allt meta eftir valdi. Fyrir ameríska auðvaldið er Víetnam-stríðið upphaf að þeirra þriðju heims- styrjöld: styrjöldinni gegn hinum fátæku í veröldinni. Þetta eyðileggingar- stríð á að sýna fátækum þjóðum heims, hvað það geti kostað þær að hyggja á að vera frjálsar og sjálfstæðar og sitja að eigin auðlindum — í stað þess að lofa öðrum að ræna þær. Það geti kostað lífið, — eigi aðeins miljóna einstaklinga, heldur og heillar þjóðar. — Víetnam-búar sýna heiminum nú að þeir eru reiðubúnir að fórna lífinu fyrir frelsið, — miljónum saman. Og sú fórnfýsi, það ótrúlega hugrekki og hetjuskapur, sem þessi þjáða þjóð sýnir, vinnur hug mannkynsins á þeirra band gegn fjörráðum ameríska valds- ins. — Eitt sinn sýndi og nýlenduþjóð í þrettán smáfylkjum á austurströnd Norður-Ameríku slíkt hugrekki og frelsisást í baráttu við brezkt kúgunar- vald. En nú er öllu þar svo gersamlega umsnúið í algera andstæðu sína að háir herrar í borg, sem ber nafn Washington, myndu myrða George Washington Víetnama, ef þeir mættu. Enda vex nú hatur og fyrirlitning á ameríska herveldinu um allan heim og ekki sízt í sjálfum Bandaríkjunum. ★ Réttur ræðir ýmsa þætti þessa máls að sinni, svo sem greinar þessa heftis sýna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.