Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 40

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 40
til að hækka kaupið og vit til að sjá aðstæðurnar, er skapazt höfðu til þess. Formaður flokksins, Stef- án Jóh. Stefánsson, var félagsmálaráðherra í þjóð- stjórninni og hann tjáði skoðun flokksins og sína á eftirfarandi hátt á Alþingi 24. október 1941: „Mér er kunnugt um það að það er engin sérstök hreyfing í þá átt að segja upp kaupsamningum með það fyrir augum að hækka grunnkaupið........Eng- in yfirvofandi hætta sýnist á því að slikt skelli á." Hann sagði „hætta", hann var formaður Alþýðu- sambands Islands og hefði því átt að vita hugi verkamannanna. Alþýðuflokkurinn hafði enn 1940— 42 stjórn A.S.I. í krafti einræðislaganna frá 1930, en nú var tími þeirra þrotinn. Verkföll járniðnaðarmanna, prentara, bókbindara, rafvirkja og skipasmiða „skullu á" 2. janúar. Ríkisstjórnin svaraði með bráðabirgðalögum: gerðardómslögunum alræmdu, sem bönnuðu ö!l verkföll og allar kauphækkanir, nema gerðardómur hennar leyfði. Ef út af var brugðið, kostaði það fangelsun stjórna verklýðsfélaga og upptöku sjóða þeirra. — Nú skyldi íslenzkur verkalýður með valdi sviptur þeim möguleikum að hagnýta sér hið hent- uga ástand til langþráðra lífskjarabóta. Stjórn Sósíalistaflokksins tók þá ákvörðun að nú skyldi afturhaldinu sýnt svart á hvítu hvor sterk- ari væri. Fyrst verkalýðnum voru bannaðar löglegar aðgerðir, skyldi hann grípa til ólöglegra. Þjóðviljinn orðaði það svo 12. febrúar 1942 í forystugrein: „Hinn þáttur baráttunnar, — fyrir bættum kjör- um á öllum sviðum, — verður nú háður hvar sem verkalýður vinnur og starfar. Það verður barátta útlaganna, sem bannað hefir verið að beita lög- legum samtökum sínum i þvi skyni. Einræðisstjórn miljónamæringanna, sem heldur að hún geti brotið allt undir sig með ofstopa sinum á nú eftir að sjá nýja hlið á baráttu verkalýðsins: óþreytandi skæru- hernað, þar sem hugvit, þrautseigja og fórnfýsi verkalýðsins mun knýja fram kjarabætur og grafa grunninn undan yfirdrottnun einræðisþjösnanna." Og „skæruhernaðurinn" komst í algleyming. Verklýðsfélögin aflýstu verkföllunum. En enginn verkamaður mætti til vinnu. „Hefur íslenzkur verka- lýður aldrei fyrr sýnt slíkan stéttarþroska siðan samtök hans hófust", reit Brynjólfur Bjarnason í Viðsjá Réttar 1942. Og forusta Sósialistaflokkslns varð æ sterkari. ( janúar og febrúar unnust til frambúðar þau félög, sem íhaldið enn hafði, og úrslitum réðu i stéttabaráttunni: Dagsbrún, Sig- urður Guðnason kosinn formaður með 1073 atkv. gegn 719, og Járniðnaðarmannafélagið, Snorri Jóns- son kosinn formaður. Og eftir að baráttan harðn- aði, stóð nú og sá verkalýður, er Alþýðuflokknum fylgdi, með. Var nú ekki að sökum að spyrja: Verkalýður Reykjavikur braut gerðardómslögin algerlega á bak aftur undir hinni sterku sósialist- isku forustu og í krafti hins pólitíska þroska sins. Hver atvinnurekendahópurinn á fætur öðrum varð að semja um stórkostlegar kjarabætur. I samningum Dagsbrúnar voru t.d. ákvæðin: Átta stunda vinnudagur, um 40% hækkun á grunn- kaupi, eftirvinna greidd með 50% álagi, nætur- og sunnudaga-vinna með 100%, orlof skyldi greitt samkvæmt frumvarpi, er Sósialistaflokkurinn hafði flutt á Alþingi, full dýrtiðaruppbót tryggð o. s. frv. — Og slíkir urðu samningar verklýðsféiaganna yfirleitt, grunnkaupshækkunin 25—60%. Mesti sig- ur verklýðshreyfingarinnar islenzku frá upphafi vega var unninn. Gerðardómslögin lágu i tætlum. Ríkisstjórnin rlðaði til falls. Alþýðuflokkurinn hafði flúið úr henni, er gerðardómslögin voru sett, hræddur við yfirvofandi bæjarstjórnarkosningar. Sigrar Sósíal- istaflokksins í verklýðsfélögunum og bæjarstjórn- arkosningunum sýndu afturhaldsflokkunum hvers vænta mátti. Samheldni þeirra brást. Sjálfstæðis- flokkurinn fékkst inn á kjördæmabreytingu með Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum. Þjóðstjórn- in sprakk. Ólafur Thors myndaði minnihlutastjórn meðan kjördæmamálið færi í gegn. Og flokkarnir, sem brotið höfðu stjórnarskrána 1941 með frest- un lögskipaðra kosninga, urðu að láta tvennar alþingiskosningar fara fram á árinu 1942. Sósialistaflokkurinn kom út úr þessum tvenn- um kosningum sem eini sigurvegarinn. I stað þriggja þingmanna fékk hann nú 10, þar af þrjá kjördæmakjörna í Reykjavik (af átta), ails 11058 atkvæði eða 19,5% allra kjósenda. Verkaiýður Is- lands hafði fylgt sigri sínum i skæruhernaðinum eftir með stórsigri í kosningunum. Fagleg og póli- tisk barátta hans var eitt og hið sama. Og um haustið var haldið 17. þing Alþýðusambands ls- lands, hið fyrsta sem kosið var til á lýðræðislegan hátt síðan 1930. Einingin sigraði nú í röðum verk- lýðsfélaganna undir forustu sósíalista, róttæk stefnuyfirlýsing var samþykkt, sömuleiðis ályktun um bandalag alþýðusamtakanna og einingarstjórn skipuð sósialistum, Alþýðuflokksmönnum og utan- flokksmönnum kosin einróma. 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.