Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 50

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 50
gengið. Bann við hvers konar rányrkju, í sjó og á landi, þarf að gera að grundvallarreglu; fyrir þeirri reglu verða stundarhagsmunir að víkja. Hvers kyns framleiðslu- og þjónustufyrirtæki ber að skylda til að girða með öllum tiltækum ráðum fyrir meng- un af starfsemi þeirra. Sú orka, sem bundin er í fallvötnum og jarð- hita er og verður íslenzkri iðnþróun mikil lyfti- stöng. Þessa orku ber Islendingum að virkja í samræmi við íslenzka framleiðslustarfsemi. Fráleitt er að selja erlendum auðhringum á leigu, til margra áratuga, orku frá hagfelldustu virkjunum okkar. Slík stefna er ekki aðeins skaðleg efnahagslegu sjálfstæði, heldur þrengir hún einnig kosti innlendra framleiðenda og neytenda; þar með er þeim gert að sæta óhagkvæmari kostum við orkuöflun. Vatns- orku landsins ber því að nýta í þágu íslenzks at- vinnulífs, en komi síðar til sögu ódýrari orkugjafar munu Islendingar njóta góðs af þeim eigi síður en aðrar þjóðir. Vegna fámennis þjóðarinnar hljóta framleiðslu- einingar að verða smærri I flestum greinum en gerist meðal grannþjóða. Ókosti smæðarinnar I efnahagslegu tilliti má hins vegar yfirvinna með góðri skipulagningu og samvinnu sem leiðir af samfélagslegu eignarhaldi á framleiðslutækjum, enda fái hugvitssemi og atorka verkgfólks þá not- ið sín til fulls. LANDBÚNAÐUR Landbúnaður var löngum helzti atvinnuvegur Is- lendinga, og búseta i landinu miðaðist við þarfir sauðfjárræktar fyrst og fremst. Með þróun kap- ítalískra framleiðsluhátta komu upp nýir atvinnu- vegir með meiri framleiðni. Soguðu þeir til sín vinnuafl úr sveitum og lögðu fljótlega fram stærri skerf til þjóðarframleiðslunnar heldur en landbún- aðurinn. En þróunin I landbúnaðinum, vélvæðing, ræktun og að nokkru leyti breyting á búgreinum, hefur gert það kleift, að tiltölulega smár hluti vinnandi fólks framleiðir innlendar búsafurðir fyrir alla landsmenn, þar sem áður þurfti yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar að starfa að sama verkefni. Auk matvælaframleiðslu fyrir innanlandsmarkað sér landbúnaður ýmsum iðnaði fyrir hráefnum, og blasir þar við þörfin í aukinni vinnslu og nýtingu. Nokkur hluti af matvælaframleiðslu hefur verið fluttur út á verði undir framleiðslukostnaði, og get- ur sú ráðstöfun átt tímabundinn rétt á sér til að jafna aðstöðu bænda við aðrar starfsstéttir og bægja frá torleystari vandamálum félagslegs eðlis. Landbúnaður er nú stundaður um nær öll byggð héruð á landinu og er í mörgum tilfeilum sá at- vinnuvegur sem heldur við afskekktri byggð. Sporna þarf við því að byggðir eyðist frekara en orðið er, þar sem því fylgir efnahagsleg sóun og margháttuð félagsleg röskun. Sennilegt er, að í framtíðinni þurfi þjóðin að nýta öll byggileg svæði landsins, en meðal eðlilegra verkefna landbúnað- arins er að varðveita landið sjálft og náttúru þess til handa komandi kynslóðum Gera þarf gróður- vernd og uppgræðslu að sameiginlegu keppikefli allra landsmanna, en stóran hlut að frumkvæði og framkvæmdum hlýtur landbúnaðurinn að eiga. Bú- greinar þurfa að vera fjölbreyttar til þess að gæði landsins nýtist sem bezt á endurnýjunarhæfan hátt og án rányrkju. I landbúnaði hafa haldist smáar rekstrareining- ar. Bændur eru að yfirgnæfandi meirihluta smá- framleiðendur með sáralítið aðkeypt vinnuafl. Á hinn bóginn eru þeir yfirleitt eigendur vinnutækja sinna og bústofns, og hafa þannig að forminu til óskoraða forsjá fyrir atvinnurekstrinum. Meirihluti bænda situr I sjálfseignarábúð á jörðum, en leigu- liðar sitja flestir á ríkisjörðum, og skiptir ábúðar- formið ekki máli fyrir afkomu bænda. Ftíkið þarf ávallt að vera tilbúið að kaupa jarðir bænda, sem vilja hætta búskap en tekst ekki að selja þær til ábúðar. Koma þarf í veg fyrir að einkaaðilar eign- ist bújarðir án þess að sitja þær. Halda þarf við þeim fornu réttindum almennings, að hann eigi frjálsa ferð um landið og geti notið náttúru þess. Sjálfsþurftarbúskapur bænda hefur vikið af hólmi fyrir markaðsbúskap, og upp hafa komið fjölþætt markaðstengsl landbúnaðarins. En auð- magninu hefur ekki tekizt að ná tangarhaldi á framleiðslutækjum landbúnaðarins né heldur að hreiðra um sig í stórbúskap með launavinnufyrir- komulagi. Stóran hlut í tiltölulegu sjálfstæði bændastéttarinnar gagnvart auðmagninu eiga sam- vinnufélög bænda, bæði smásölu-kaupfélög og af- urðasölu-samtök. Bændur eru þó eins og aðrir smáframleiðendur ofurseldir arðráni auðmagnsins á vinnunni á landsmælikvarða. 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.