Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 19

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 19
mæli. — Enski kolanámuverkalýðurinn sýndi nýlega með glæsibrag afl sitt, er hann sigraði Heath- stjórnina í algeru verkfalli. Heath-stjórnin greip þá til „íslenzkra" aðferða: pundið er lækkað, dýrtíðin aukin. Enska verkalýðinn skortir ekki afl, en þjóð- félagslega þekkingu, þ.e. pólitískan þroska til að beita því afli jafnt í stjórnmála- sem verkfallsbar- áttunni. Jafnt stéttarhagsmunir verkalýðsins sem tortím- ingarhættan, sem yfir vofir af völdum stóriðju auðvaldsins, kallar því á verkalýð Vestur-Evrópu að taka til sín forræði fyrir þessum þjóðum, bjarga sjálfum sér og þeim frá tortímingu, sem samvizku- lausir auðhringir, blindir af gróðagræðgi, eru að búa mannkynínu, — og tryggja hag sinn samtímis. Og til að vinna þetta verk getur verkalýðurinn — þ. e. hinn vinnandi stétt, hvort sem það eru hafn- arverkamenn eða hálærðir visindamenn, — tryggt sér víðfeðma samfylkingu, þar sem stórir hlutar borgarastéttarinnar mundu standa með honum i nauðsynlegum aðgerðum gegn banvænu gróða- brölti verstu auðhringanna. En vissulega verður þar við ramman reip að draga, því jafnt dráps- tækjaframleiðslan sem hættulegasta mengunar- framleiðslan eru samofnar voldugustu auðhring- unum. En framtíð mannkynsins getur nú oltið á því að verkalýðurinn megni að skapa þessa samfylk- ingu, —alveg eins og það var fyrir tæpum 40 árum undir myndun svipaðrar þjóðfylkingar komið að stöðva mætti framrás og sigur fasismans á jörðunni. Þetta verk verður þvi verkalýðurinn að vinna áður en hann verður fær um að taka sjálfur völdin í auðvaldsþjóðfélaginu og umskapa það á sósíalistískan hátt, en vissulega væri svona sam- fylking mikill áfangi á sigurleið hans og alger for- senda þess að endanlegur sigur á auðvaldinu ynnist. III. Endurmat allra gilda En það þarf ekki aðeins afl og þroska til þessa verks, er vlnna verður. Það krefst líka endurmats allra þeirra gilda, sem auðmannastéttin hefur inn- rætt mönnum á valdaferli sínum. Það verður að hnekkja meginhlutanum af sjálfu lífsviðhorfi kapital- ismans, jafnvel áður en hann er sjálfur afnuminn. Þess er vert að minnast i þvi sambandi, að þegar enska auðvaldið var að því komið I blindu gróðaæði sínu að drepa bókstaflega heila kynslóð verkalýðsins með barnaþrældómnum, þá gerði auð- valdið þetta í nafni „frelsisins" (— eins og þegar Bandaríkjaher myrðir og eitrar í Vietnam í dag) — og verklýðssamtök voru þá bönnuð í nafni hins heilaga markaðsfrelsis. Eins er með þau hugtök, sem auðvaldið hampar i dag: „Framfarir" — þetta fagra orð — verður að endurskoðast alvarlega. Er t.d. bílamergð réttur mælikvarði framfara, þegar bílar eitra svo and- rúmsloft stórborga að ólíft er að verða í þeim? — En vissulega hefði verið hægt fyrir 10 árum að banna t.d. aðra bílaumferð i New York en af bílum, sem notuðu ekki bensín eða annað efni sem ylli eitruðum útblæstri. Og þá hefði áreiðan- lega á 10 ára tímabili verið búið að finna upp t.d. rafmagnsbila eða aðra, sem eitruðu ekki um- hverfið. En slíkt hefði þýtt að taka General Motors og aðra slíka hörðu taki, — og hver von er til þess á meðan þeir menn ráða Bandaríkjunum, sem álíta að það sem sé gott fyrir General Motors sé lika gott fyrir USA, — með öðrum orðum að gróði G. M. og annara slíkra verði að ganga fyrir öllu. Það yrði að leggja þann mælikvarða einan á fram- farir, að hve miklu leyti þær stuðla að sannri vel- ferð alls fjöldans, — m. ö. orðum útiloka gróða- mælikvarðann sem höfuðmælikvarða í þjóðlífinu. Hagvöxturinn almennt verður heldur ekki lengur mælikvarði á þróun þjóðlifsins. Það er ekki sama hvort byggðar eru heildsalahallir eða barnaheimili, spilavíti og sjoppur eða menningarhallir og skólar, hermannaskálar og lúxusvillur eða heilbrigt hús- næði fyrir alþýðu. Það verður að leggja siðferði- legan mælikvarða á það, sem unnið er, meta nota- gildi þess fyrir mannlifið, —en útrýma mælikvarða gróðans, peninganna, í aðalatriðum. Með öðrum orðum: vega að sjálfri liftaug kapitalismans í nafni velferðar, lifs og lifshamingju mannanna. Iðnvæðingin hefur verið og er enn fyrir allar atvinnulega frumstæðar þjóðir lausnarorðið mikla, leiðin út úr fátækt og eymd. Þessa iðnvæðingu verður í rauninni að setja undir strangt eftlrllt mannkynsins. Algert frelsi iðnvæðingar, — lika til að eitra, vanskapa, eyðileggja lifsskilyrði, — er engu betra en frelsi til framleiðslu og sölu eit- urlyfja. Kvikasilfurseitrun, Thalidomid-vansköpun 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.