Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 23
ARVE OFSTAD
BANGLA DESH FRJÁLST?
íhlutun indverska hersins í styrjöldinni í
Bangla Desh (sem áður hét Austur-Pakistan)
hefur í bili stöðvað framsókn byltingarafl-
anna þar í landi. Þegar Indverjar hófu íhlut-
un sína höfðu bengalskir skæruliðar náð
greinilegu frumkvæði í átökunum við her-
námslið frá Vestur-Pakistan. Skæruliðarnir
höfðu þá þegar frelsað stór svæði í Bangla
Desh og efnahagserfiðleikar þeir, sem stjórn-
in í Vestur-Pakistan átti við að etja, fóru sí-
vaxandi, m. a. vegna hernaðarútgjaldanna.
Það var því ekki hernaðaraðstaðan sem knúði
Indverja til íhlutunar í átökunum, heldur
má miklu fremur rekja hana til ástandsins á
efnahags- og stjórnmálasviðinu.
Sú staðreynd, að Awamibandalagið (flokk-
ur Mujiburs Rahmans) stóð ótraustum fómm
meðal þjóðarinnar og einkum þó hitt að
flokkurinn hafði lagt einhliða áherzlu á þing-
ræðisbaráttu, gerði það að verkum, að hann
var illa fallin til að gegna forystuhlutverki
í barátm Ausmrpakistana gegn arðráni yfir-
stéttarinnar í Vesmr-Pakistan. Enda þótt sósí-
alistar í landinu væru klofnir í marga flokka,
voru flokkssamtök þeirra miklu öflugri en
flokkssamtök Awamibandalagsins, og þeir
höfðu töglin og hagldirnar í ýmsum sveit-
um skæruliða (Mukti Bahini). Haustið 1971
virtust nokkrar líkur á að þeir myndu innan
tíðar taka í sínar hendur forysmna fyrir þjóð-
frelsishernum.
Otti Indverja við að í Bangla Desh yrði
sett á laggirnar byltingarstjórn vinveitt Kín-
verjum hlýtur að hafa átt drjúgan þátt í að
af íhlutuninni varð. Vestur-Pakistanar biðu
algeran ósigur í styrjöldinni og Awamibanda-
lagið, sem vinveitt er Indverjum, heldur enn
um stjórnartaumana í Bangla Desh. Iðnrek-
endur og kaupsýslumenn á Indlandi geta því
vænzt þess, að þau efnahagslegu tengsl, sem
151