Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 45
Bidstrup um h'eklugosið síðasta: Jafnvel Hekia var reið hernáminu.
unum og í baráttunni gegn amerísku ásæln-
inni í hernáminu.
Bidstrup hefur teiknað ákaflega mikið fyr-
ir „Land og Folk”, dagblað danska Komm-
únistaflokksins. Dönsku burgeisastéttinni
svíður svo undan hæðni hans að hún getur
ekki viðurkennt hann, — hinu borgaralega
frjálslyndi eru vissulega oft þröng takmörk
sett. Því vinsælli er hann aftur á móti í sósí-
alistísku löndunum. I Sovétríkjunum hafa
teikningar hans komið út í fjórum stórum
bindum í eintakafjölda, er skiptir hundruðum
þúsunda. Sú saga er sögð frá einni bóksölu
þar, að forstjórinn var þreyttur orðinn á sí-
felldum fyrirspurnum um bækur Bidstrup, er
löngu voru uppseldar og setti því spjald í
gluggann til að firra sig frekara ónæði af
þessum orsökum, en orðaði tilkynninguna
dálítið klaufalega, svo að þar stóð: „Bidstrup
ekki til sölu".
En það er hinsvegar hinn beiski sannleik-
ur fyrir danska borgarastétt að bezti teiknari
Danmerkur, andfasisti og kommúnisti, er
ekki til sölu. — S.K.E.
173