Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 29

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 29
1) Stofna skyldi laustengt sambandsríki ríkishlutanna tveggja og komið á frjálsum kosningum til fylkisþinga og þjóðþings. Fulltrúafjöldi skyldi ráðast af fólksfjölda. 2) Miðstjórnin skyldi ekki hafa með hönd- um neina aðra málaflokka en landvarnir og utanríkismál. 3) Stefnumómn í efnahags- og peninga- málum sniðin að þörfum hvors landshluta fyrir sig. Hvor ríkishluti fyrir sig skyldi fá sérstakan gjaldmiðil eða gerðar aðrar jafn- gildar ráðstafanir til að koma í veg fyrir fjárflótta frá austri til vesmrs. 4) Stjórn hvors ríkis um sig skyldi hafa full ráð yfir skattamálum og útgjaldahlið fjárlaga; ríkishlutarnir skyldu sjá miðstjórn- inni fyrir fé til hennar þarfa samkvæmt á- kveðnu kvótakerfi. 5) Ríkishlutarnir skyldu hvor um sig geta ráðstafað innflutningstekjum sínum, öðrum tekjum í erlendum gjaldeyri og þróunarað- stoð, sem kynni að verða móttekin. Milli ríkishlutanna skyldi komið á fríverzlun. 6) Komið skyldi á fót sérstökum her í Ausmr-Bengal, er lyti stjórn landsmanna sjálfra. Stefnuskráin hafði ekki að geyma ákvæði um umbætur í jarðnæðismálum né heldur var þar mörkuð nokkur sósíalísk stefna. Stefnuskráin fól í sér þá meginkröfu borg- arastéttarinnar í Austur-Bengal, að hún fengi fullt svigrúm til athafna og umsvifa innan vébanda alríkisins. Framkvæmd stefnuskrár- innar hefði engu að síður þýtt stórt skref í átt til sjálfstæðis Ausmr-Bengal til handa og því leit vesmrpakistanska forréttindastétt- in á stefnuskrána sem ógnun við sig, enda var aldrei um það að ræða að á framan- greind stefnuskráratriði yrði fallizt af hennar hálfu. Sósíalísku flokkarnir tóku ekki þátt í kosn- ingunum haustið 1970. Þeir voru fyrir löngu búnir að breyta starfsháttum sínum í það horf að berjast fyrir stefnu sinni utan þings, en til að koma í veg fyrir klofning þjóðar- innar hvötm þeir fólk til að greiða frambjóð- endum Awamibandalagsins atkvæði. Sósíal- ísku flokkarnir höfðu einnig gerzt talsmenn fulls aðskilnaðar Ausmr-Bengals við Vesmr- Pakistan löngu áður en Awamibandalagið steig það skref. Kommúnistaflokkur Ausmr- Pakistans hafði þó sérstöðu í þessu tilliti, því að vinfengi Kínverja við stjórn Yahya Khans virðist hafa ruglað leiðtoga hans í ríminu. Ógnarstjórn Vestur-Pakistana mætt með sjálfstæðisyfirlýsingu og vopnaðri baráttu Flesmm munu í fersku minni megindrættir þróunarinnar eftir kosningarnar í desember 1970. Ali Bhutto, leiðtogi öflugasta stjórn- málaflokksins í Vesmr-Pakistan, Þjóðar- flokksins, neitaði að taka sæti á hinu nýkjörna þingi, þar sem Awamibandalagið hafði hrein- an meirihluta. Yahya Khan, ríkisforseti, frest- aði þá þingsetningunni, en hóf jafnframt hernaðarárás á Ausmr-Bengal með ofurefli liðs 25. marz 1971. Þegar á fyrsm dögum átakanna myrti innrásarherinn fjölda ó- breyttra borgara, fylgjenda Awamibanda- lagsins og forvígismanna í andlegu lífi lands- ins. Ognarstjórninni var haldið áfram fram eftir ári og allt til hausts. Er áætlað, að tala fórnarlamba ógnarstjórnarinnar hafi numið 1 miljón. 10 miljónir manns flýðu til Ind- lands og álíka margir urðu flóttamenn í sínu eigin landi. Awamibandalagið, sem aldrei hafði búizt til vopnaðrar baráttu, neyddist til að grípa til vopna. Hinn 26. marz, daginn eftir að 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.