Réttur


Réttur - 01.07.1972, Síða 51

Réttur - 01.07.1972, Síða 51
Efla þarf samvinnuform og koma á verkaskipt- ingu við búrekstur til þess annars vegar að gera vinnuna auðveldari, hins vegar til þess að sam- staða náist gegn auðmagninu og með launafólki annarra atvinnugreina. Nauðsynlegt er, að finna form til að gera félagsleg samskipti sem grelð- ust, bæði meðal sveitafólksins sjálfs, sem og milli sveita og bæja. Dreifð búseta bænda veldur þar miklum erfiðleikum, en hún hlýtur lengi að ein- kenna sveitalífið, svo rótgróin sem hún er sjálfum búskaparháttunum. Hlúa ber aað menningararfi sveitanna og þeim tengslum sem þar er að finna við eldri samfélagshætti. gangverk hagkerfisins Arðrán borgarastéttarinnar á verkalýðsstéttinni og millistéttarhópum er staðreynd á Islandi, enda þótt það komi ekki alltaf fram í jafn skýrri og áþreifanlegri mynd sem á frumstigi kapítalískrar þróunar. Arðránið fer nú æ meir eftir refilstigum fnarkaðarins, peningastofnana og ríkisfjármála. Eftirsókn eftir ágóða og nauðsyn þess að stand- ast samkeppni á markaði er það hreyfiafl sem knýr kapitalista áfram við framleiðslustarfsemi og við þróun framleiðsluaflanna. Hnignunareinkennin koma svo fram, þegar tengslin rofna milli fram- leiðslu og hagnaðar, gróðaaðstaðan ekki beint tengd framleiðslustarfseminni. Þekking, hugvit og framtakssemi fara þá ekki endilega saman við eflingu framleiðslunnar, heldur miðast að þvi að afla verðmæta úr þjóðarbúinu fyrir sérhagsmuna- hópa, hvað sem það kostar þjóðfélagið. I islenzku efnahagslifi verka mjög sterk öfl i þessa átt. Stöðug verðbólga hefur einnig ýtt und- ir þau. Hún hefur verið eitt megineinkennið á ís- lenzku efnahagslifi siðustu þrjá áratugi og sá farvegur, sem verðmætatilfærslan hefur farið eft- ir- Hún hefur fært tekjur og sparifé almennings til skuldajöfra og til að fjármagna atvinnurekstur þeirra og byggingarstarfsemi. Verðbólgan elur alls kyns afætur og heldur við stórkostlegri þjóð- félagslegri sóun. Raunveruleg stöðvun verðbólg- unnar hefur aldrei komið til mála af hálfu borg- arastéttarinnar, vegna þess að við hana eru of miklir hagsmunir bundnir. Hún er trygging fyrir miklum ábata milliliða við eignaskipti, í ýmsum greinum leiðir verðbólgan til falskrar eftirspurnar og þenslu, alls staðar auðveldar hún borgara- stéttinni að viðhalda aðstöðu sinni til yfirráða yf- ir framleiðslutækjum, sem hún hefur ekki lagt neitt í sölurnar fyrir. Verðbólgan refsar þeim sem hyggjast koma ár sinni fyrir borð með tilstyrk hinna fornu dyggða frumkapítalismans, sparnaði, nýtni og ráðdeild. Verðbólgan hyglar kaupsýslu- og þjónustu- greinum, en veikir þær greinar sem eiga gengi sitt undir verðlagi á erlendum mörkuðum, og er það sjávarútveginum sérlega háskalegt. Fjárfestingar- tilhneyging vex, ekki í framleiðslugreinum og allra sízt við útflutningsframleiðslu, heldur í varanleg- um neyzlufjármunum. þar sem slit og útelding er minnst en endursala auðveld með fullum verð- lagsbótum. Þannig fer fjárfestingin ekki svo mjög eftir þörfum þjóðarbúskaparins og hagkvæmis- sjónarmiðum við framleiðslu, heldur miðast hún við það, að verðmætaeignin haldist I höndum þess sem að fjárfestingunni stendur. Verðbólgan leiðir til stöðugs skorts á rekstrarfé hjá framleiðslufyr- irtækjum og rekstrartruflana af þeim sökum. Hún skekkir áætlanir fyrirtækja um framleiðsluhagnað og raskar yfirleitt öðrum rekstrarviðmiðunum þeirra. Verðbólgan er ekki aðeins versti óvinur allrar uppbyggingar og framleiðslu heldur dregur hún stórlega úr hagvexti til langframa. Peningamagn- inu er ekki veitt inn á þær brautir, sem oft eru seinfærar, en skila þó mestum arði I þjóðarbúið í framtíðinni,, heldur inn á þær brautir, þar sem peningarnir ávaxtast á skjótastan hátt án nokkurs tillits til arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið I heild. Verðbólgan stendur í þjónustu þeirra sterku og styður aukna misskiptingu þjóðartekna borgara- stéttinni i hag. Verðbólgan er ekkert tæknilegt fyrirbæri kerf- isins heldur i reynd fremsta hagstjórnartæki borg- arastéttarinnar. Verðbólgan er pólitiskt blekking- artæki gagnvart almenningi og á að auka tiltrú hans á kerfið, en jafnframt losar hún borgarastéttina undan harkalegri baráttu við samtakamátt verka- lýðsstéttarinnar. Þar sem íbúðarhúsnæði er yfir- leitt einkaeign þeirra sem í þvi búa, ánetjast verkalýðs- og millistétt verðbólgukerfinu. I heild má segja, að verðbólgan eigi sinn þátt í stöðugri endurnýjun ríkjandi framleiðsluhátta og hún marki hið nýkapítalíska svipmót þeirra hér á landi. 179

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.