Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 56

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 56
lagðir til langframa og bardagasvæðið við Verdun eða Okinawa er enn 25 til 50 árum eftir sprengju- regn þar. Að svo miklu leyti sem ekki tækist að drepa fólkið heima fyrir í Víetnam með svona sprengju- varpi, þá framleiða svo bandarískar tilraunastöðv- ar alveg sérstakar gerðir sprengja, aðeins ætlað- ar til að kvelja, særa og drepa fólkið, sem ekki berst: Það er hverskonar kúlna- og flísa-sprengjur í viðbót við napalm-sprengjurnar, sem dreifa ban- vænu innihaldi sínu í allar áttir, er þær koma við jörð, eða liggja I leyni unz barn eða nautsfótur snertir þær á ökrum og eiturflísar smjúga í merg og bein. Kvikmynd sú, er alþjóðleg nefnd vís- indamanna tók I fyrra og sýnd var í sjónvarpinu, gaf ofurlitla hugmynd um þann kvalalosta, er stjórnar gerð og beitingu slikra vopna, sem Banda- ríkjamenn einir beita. Múgmorð á saklausum og eyðing á lífsskilyrð- um, — það er verknaður Bandaríkjavaldsins I Víetnam. — Og er nú komið alllangt burt frá því mati „drengilegrar viðurelgnar", sem eitt sinn var til, — þegar Stephan G. deildi á Bandaríkjamenn fyrir að myrða Fllipseyinga með margfalt lang- drægari byssum en þeir höfðu*), — svo ekki sé talað um matið hjá höfundi Sturlungu, er hann deilir á Kolbein unga fyrir eyðileggingu matar- byrgða á Ströndum og segir slíkt aldrei fyrr hafa gerzt á íslandi.**) *) — Stephan G. Stephansson kveður um slgur Bandaríkjamanna yfir Filipseyingum við Manila (Kvæðið „Filipseyjar" 1899): „Mig ei kæri að kýta um þá karlmannsæru, að vinna mjaðast nær og miða á, mílu úr færi hinna". **) I Sturlungu segir um Strandaferð Kolbeins unga: „I þessari ferð var það gert, sem aldrei hafði fyrr verið á Islandi, hann lét taka hvalina suma, en í suma lét hann eld leggja og brenna upp, sagði að eigi skyldi Þórður ala sig á þeim eða menn sína til ófriðar honum". STEFNT AÐ ÞJÓÐARMORÐI Nixon hótar hvað eftir annað með tæknimætti Bandarikjahers. Hann sagði á blaðamannafundi 27. júlí 1972, að „Bandarikjaher notaði ekki það mikla vald, sem gerði honum kleift að afmá Norð- ur-Víetnam á einu kvöldi". Hann átti við að sprengja stiflurnar. Landbúnaður Norður-Víetnam byggist á stíflu- kerfi, sem stjórnar áveituvatninu. Ef stíflurnar eru sprengdar, getur svo að segja öll þjóðin drukkn- að, því mestallt landið liggur svo lágt að I kaf færi. En Bandarikjaher er einmitt nú af ráðnum hug að sprengja þessar stíflur hverja á fætur annarri. Um miðjan ágúst kom rannsóknarnefnd til Evr- ópu, er verið hafði að störfum I Víetnam. I henni voru m.a. Frode Jakobsen, einn af fyrrverandi ráð- herrum danskra sósíaldemókrata og meðlimur i danska frelsisráðinu á hernámsárunum, — nú þing- maður þeirra, — og Ramsey Clark, fyrrv. dóms- málaráðherra I Bandaríkjastjórn í tíð Johnsons for- seta. Frode Jakobsen kvað Bandaríkjamenn ekki að- eins varpa sprengjum á verkamannahverfi, vefn- aðarverksmiðjur o. fl., heldur og beinlínis sprengja stiflugarðana vitandi vits með nákvæmlega miðuð- um sprengjuárásum. Hann kvaðst ásamt Ramsey Clark mundu bera vitni um þessa tilraun til þjóð- armorðs fyrir aiþjóðanefnd þeirri sem kemur sam- an til fundar í Höfn 10.-16. okt. til rannsóknar 3 stríðsglæpum Bandaríkjanna I Vietnam. Frá 16. apríl til 31. Júlí var 150 loftárásum beint að stíflugörðunum og 96 af þeim stórskemmdir. Síðan var hert á árásunum. 1944 lét þýzki nazistaforinginn Seyss-lnquart eyðileggja stíflugarða Hollendinga. Hann var í Núrnberg dæmdur til hengingar fyrir þetta sam- kvæmt tillögum Bandaríkjamanna. Það er Ijóst að það, sem Bandarikjaher fremur nú i Víetnam, eru striðsglæpir samkvæmt þeirra eigin löggjöf, sem herforingjar og rikisstjórn Bandaríkjanna væri dæmd til dauða fyrir sam- kvæmt þeim réttarreglum, sem hún sjálf var með i að setja i Núrnberg og dæma nazistaleiðtogana eftir. Samtimis þessum glæpaverkum eru svo Banda- ríkjamenn að reyna að skipuleggja hungurdauða í Víetnam með hafnbanni sínu. Auk þess að eyði- leggja hrísgrjónaakrana, reyna þeir þannig að 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.