Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 17

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 17
lamandi gasi, sem herinn var að gera tilraunir með. — Nú er búið að ausa yfir 45% af landsvæðinu í Suóur-Víetnam þessu efni, „225-T“, en það er haft 13 sinnum sterkara hvað innihald og áhrif snertir en það, sem leyft er í Bandarikjunum. Efni þetta veldur krabbamyndun, — og ef til vill aukast áhrif þess með komandi kynslóðum, þannig að börn nú ófædd verði síðar að farast í þeim bál- s'.ofum, er bandarískt auðvald nú býr þeim. Það , sem hefur gerzt, er að auðvaldið í hams- lausri gróðafíkn sinni er að eyðileggja það sam- band, sem verður að vera milli mannsins og nátt- úrunnar. Auðvaldið hefur gripið, ofurölva af mætti tækninnar og möguleikum auðsöfnunar, inn í eðli- lega hringrás náttúrunnar og efnisins, án þess að þekkja til hlítar lögmál þeirra. Og afleiðing- arnar blasa nú við. Auðvald þekkir engar hömlur, þegar mikils gróða er von. Dunning, starfsmaður ensku verklýðsfólag- anna á síðustu öld, lýsti áfergju auðmagnsins svo: ,,Með 20% færist mikið fjör í það; með 50% gróða tekur það á sig hvaða áhættu sem er; fyrir 100% gróða treður það öll mannleg lög undir fótum; 300%: og það er ekki til sá glæpur, sem það ekki drýgir, þótt svo hætta á hengingu sé hinsvegar". (Tilvitnun hjá Marx í Auðmagninu I. 24. kafli, í lok 6. þáttar). Brezk auðmannastétt var að því komin í blindu gróðaæði sínu á bernskudögum stóriðjunnar að drepa sjálfan verkalýðinn, er gróðann skóp. Með þrælavinnu barna allt niður í 5 ára aldur i kola- námum og verksmiðjum, 12—14 tíma á dag, voru kynslóðir barna drepnar í Englandi, unz verklýðs- hreyfingin og skynsamir borgarar tóku í taumana og afstýrðu áframhaldi barnamorðanna með banni á of langri þrælkun þeirra. Þegar Friedrich Engels lýsir fjöldamorðum á börnum í bók sinni „Ástand verkalýðsstéttarinnar í Englandi" (1845) lýsir hann einnig hvernig súr- efnisskortur og önnur mengun andrúmslofts I verk- smiðjubæjum Bretlands valdi sjúkdómum, er drepi menn fyrir aldur fram. (Sjá einkum kaflann: „Re- sultate" — afleiðingar). Og Engels bendir á um likt leyti hvað gera þurfi til þess að bæta úr þessu: „Sætt mannkynsins við náttúruna og sjálft sig" („Versöhnung der Menschheit mit der Natur und mit sich selbst", — í „Umrisse zu einer Kritik der Nationalökonomie" — uppkast að gagn- rýni þjóðhagfræðinnar —). — Marx segir í „Auð- magninu", í lok 13. kafla I. bindis um „vélarnar og stóriðjuna" eftir að hafa dregið upp mynd af áhrifum stóriðju, ekki sízt á land og landbúnað- „Auðvaldsframleiðslan þróar því aðeins tækni og tengingu hins félagslega framleiðsluferlis þannig að hún eyðileggur um leið uppsprettur allra auð- æfa: jörðina og verkamanninn". („Die kapitalist- ische Production entwickelt daher nur die Technik und Kombination des gesellschaftlichen Produkt- ionsprozesses, indem sie zugleich die Springqvell- en alles Reichtums untergrabt: die Erde und den Arbeiter"). Eftirtektarvert er líka að Marx vitnar í bréfi til Engels 25. marz 1858 í bók eftir þýzkan prófessor Fraas (1847) um eyðileggandi áhrif menningar, er skilji eftir sig auðn og uppblástur eftir að hafa höggvið skógana — og Marx dregur þá ályktun af að menningin, ef henni er ekki „vísvitandi stjórn- að“ skilji eftir sig auðn, Persíu, Mesopotaminíu o.s. frv. og Grikkland. Frumherjar sósíalismans hafa því þegar á frum- býlisárum stóriðju kapítalismans séð fyrir ýmsar þær hættur, er yfir vofðu og nú eru orðnar svo ógnvekjandi að tafarlausra alþjóðlegra aðgerða er þörf, ef bjarga á mannheimi frá voða. Vísindamenn vekja nú ýmsir eftirtekt á þeirri hættu, sem yfir vofir, með slíkum hrollvekjum að þeir næstum sjá heimsendi árið 2100. Minnlr það nokkuð á fornar spár kristinna manna um heims- endi. En þótt slíkar spár visindastofnana mlnni þannig i full rikum mæli á örlagatrú, þá felst i þeim alvarleg viðvörun. Er þá gott að hafa í huga hið forna spakmæli Napoleons: „Stjórnmálin, það eru örlögin.11 Það er vel farið að upp er risin ný vísindagrein um þessi efni: vistfræðin. En hættan með hana er eins og með hagfræðina: að borgarastéttin reyni að setja henni þröngar pólitiskar skorður, af þvi hún rekst á hagsmuni voidugra aðila. Um borgaralegu hagfræðina, er það kunnugt, — eigi aðeins hvernig Karl Marx tætti hana í sundur, — heldur og hvernig skynsömustu borgarar hæddust að þjón- ustuhlutverki hennar, samanber orð Churchills, sem Ólafur Thors hafði yndi af að vitna i: „Fyrst er lygi, svo er haugalygi, svo er hagfræði." Flinsvegar skal, þegar rætt er um auðvald og hættur þær er yfir umhverfi mannsins vofa, eigi of lítið úr því gert hverja aðlögunarhæfileika auð- mannastéttin hefur, þá í harðbakkann slær. En varlegt er að treysta á slíkt, þegar svo mikið er í húfi sem hér, og vissulega grípur auðmannastétt- 145 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.