Réttur


Réttur - 01.07.1972, Side 27

Réttur - 01.07.1972, Side 27
Pakistan fengu í sinn hlut 52% af heims- markaðsverði afurða sinna, en hliðstætt hlut- fall hjá bændum í Austur-Bengal nam aðeins 44%. Verkalaun í iðnaði voru 14 lægri í austri en í vestri, en verðlag á almennum nauðsynjum var hins vegar 10—15% hærra. Ymislegt annað lagðist á sömu sveif um að gera nýlenduaðstöðu Austur-Pakistans til- finnanlegri. Af útgjöldum miðstjórnarinnar gengu 34 til hermála, en einungis V4 þeirrar upphæðar rann til Austur-Pakistans. Af öðr- um útgjöldum ríkisins fékk Vestur-Pakistan 34 í sinn hlut. Af því fé, sem varið var til sérstakrar uppbyggingar (að verulegu leyti var hér um þróunarhjálp að ræða), runnu nær 44 til framkvæmda í vesturhlutanum. Það var markviss stefna stjórnarvalda að halda fjárveitingum til uppbyggingar í Aust- ur-Bengal í algeru lágmarki og má að nokkru rekja þessa stefnu til álitsgerðar,, sem Múha- með Ali, síðar forsætisráðherra ríkisins samdi þegar árið 1947. Niðurstaða álitsgerðarinnar var, að Austur-Bengal myndi einhvern tíma gerast óháð ríki og því væri ráðlegast fyrir miðstjórnina að nota það takmarkaða fjár- magn, sem hún hefði undir höndum, í Vest- ur-Pakistan. Af ofansögðu má ljóst vera, að ráðandí öfl í V-Pakistan litu á Austur-Bengal sem nýlendu sína. Hún færði þeim erlendan gjaldeyri og þar var mikilvægur og vernd- aður markaður fyrir iðnaðarframleiðslu Vest- ur-Pakistans. Kröfur um borgaralegt lýðræði og almenn mannréttindi Andspyrnuhreyfingin í Austur-Bengal lagði engu minni áherzlu á kröfur um að komið yrði á borgaralegu lýðræði og almenn mannréttindi tryggð en á að berjast gegn hinum vesturpakistönsku kapítalistum. Aust- ur-Bengalir hafa borið fram kröfur um frjáls- ar kosningar og lýðræðislega stjórnarskrá, sem tryggði báðum ríkishlutum hlutdeild í stjórnkerfi og fulltrúafjölda á þingi í sam- ræmi við íbúatölu, en það hefði þýtt meiri- hluta handa Austur-Bengölum. Yfirstéttin í Vestur-Pakistan hefur hins vegar ekki hvikað frá reglunni um jafna fulltrúatölu beggja ríkishlutanna. Við allar þingkosningar, kosn- ingar til fylkisþinga og við forsetakosning- arnar 1960 og 1965 varð útkoman sú, að forréttindaöflin gátu hagrætt úrslitunum þannig að aðstöðu þeirra var engin hætta búin. Þingið hefur heldur aldrei haft nein umtalsverð völd í Pakistan; stjórnkerfið hef- ur verið verkfæri í höndum landsstjóranna og síðar forseta ríkisins. Það hefur því oft gerzt, að samþykktir miðstjórnarinnar hafa mætt mótspyrnu meðal þjóðarinnar. Þetta á einkum við um íbúa Austur-Bengals, en hefur einnig gerzt í Vest- ur-Pakistan. Miðstjórnin ákvað þegar árið 1948, að úrdú skyldi vera eina opinbera mngumálið í ríkinu, enda þótt það sé ein- ungis móðurmál íbúa Punjabshéraðs í vestur- hlutanum, en þeir eru samtals 7 % af íbúum alls ríkisins. Þessi ákvörðun hratt af stað þjóðtunguhreyfingunni í Austur-Bengal. Krafa þessarar hreyfingar um að bengalí (bengalska) yrði viðurkennt sem opinbert mál jafnrétthátt úrdú náði þó fyrst fram að ganga eftir umfangsmiklar fjöldaaðgerðir, sem kostuðu allmörg mannslíf. A það ber að Iíta í þessu sambandi, að meginþorri íbú- anna í Austur-Bengal er mæltu á bengalska tungu. Tungumálabaráttan var að sjálfsögðu fyrst og fremst barátta gegn pólitískri og menningarlegri kúgun, sem þarna skaut upp kollinum í fyrsta sinn, en átti síðar eftir að beinast að Austur-Bengölum af sívaxandi þunga. En tungumáladeilan varpar einnig 155

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.