Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 36

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 36
völdum bæjar og ríkis, til að knýja fram meiri vinnu. Neyð svarf nú sárt að á heimilum atvinnu- lausra verkamanna. „Verklaus — félaus örðugt er að hjara. Olmusurnar lítt þó betur fara. Ströng og guðhrædd leiðsögn lýðsins kjara lögmál hinnar réttu trúar kann. Fyrsta boðorð: Þegar þarf að spara, þá skal ráðast fyrst á öreigann." Svo kveður Jóhannes úr Kötlum I kvæðinu ,,Níundi nóvember". Forustulið Sjálfstæðisflokksins og atvinnurek- enda mun nú hafa álitið að neyðin væri orðin nógu mikil til þess að hægt væri að svínbeygja verka- menn og knýja fram almenna launalækkun. Á mið- stjórnarfundi í Sjálfstæðisflokknum er ákveðið að ráðast á garðinn þar sem álitið var hann væri lægst- ur: Láta íhaldsmeirihlutann í bæjarstjórn Reykja- vikur ríða á vaðið með því að lækka kaupið í at- vinnubótavinnunni. Fram til þessa hafði verið unnið 6 tíma í at- vinnubótavinnunni og 9 kr. greiddar fyrir í dagkaup. Nú skyidi samkvæmt ákvörðun miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins kaupið lækka um þriðjung, 6 kr. greiddar í dagkaup. Á bæjarstjórnarfundi 3. nóvember er svo þessi kauplækkunarákvörðun samþykkt með 8 atkv. íhaldsins gegn 6. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins töluðu mjög harðlega á móti. Sigurjón Ólafsson spurði Ihaldið gagngert: „Eruð þið vitandi vits að stofna til uppreisnar í bænum?" ihaldið steinþagði við öllu. Nú áttu auðsjáanlega verkin að tala, hnefi valdhafanna að ráða, — laus við allar rökræður. — öll atvinnubótavinna í Reykjavik hafði nú verið lögð niður. Neyðin er alger. Aðsókn að fundum Dagsbrúnar (Héðinn Valdimarsson er þá formað- ur) og fundum og kröfugöngum K.F.I. eykst og að sama skapi harðnar hugur og skap verkamanna. „Snauðir menn í harmi sínum hækka, — höndin skelfur, augun dýpka og stækka: Hvi á okkar sultarlaun að lækka? Lítil spurning um sitt skipulag. — Reiðin vex og villuljósin smækka: Verjum okkar hinzta rétt í dag!“ (Jóhannes úr Kötlum: Níundi nóvember). Sunnudaginn 6. nóvember var farið í mikla kröfugöngu og fundur haldinn í Barnaskólaportinu kl. 2.30. Töluðu þar formenn tveggja stærstu verk- lýðsfélaganna, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Ólafsson, og Brynjólfur Bjarnason frá K.F.I. Voru samþykktar kröfur um sama kaup í atvinnubóta- vinnunni og fjölgun um 150 manns frá því, sem verið hafði. Níunda nóvember hófst bæjarstjórnarfundurinn í Góðtemplarahúsinu kl. 10 að morgni. Skyldi nú fjallað um kröfur verkalýðsins. Mættu nú verka- menn og verkakonur og aðrir verklýðssinnar þús- undum saman niður frá. „Eyrarkarlar, sjómenn flykkjast saman, sótugir og stormbitnir i framan. Æðar þrútna: Þetta er ekkert gaman! Þetta er stríðið upp á lif og hel! Er sem hrynji ryð um róminn staman: Reynum, hvað þeir duga, — gott og vel.“ (Jóh. úr Kötlum: 9. nóv.). Bæjarstjórnaríhaldið þverskallaðist við öllum kröfum verkamanna. Ákvörðun miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins um að níðast á þeim, sem bágast áttu og minnst höfðu, til þess að geta síðan hafið hungurárásina á verkalýðinn allan á eftir, — skyldi ná fram að ganga hvað sem það kostaði. Yfirstéttin í Reykjavik magnaði í blindum hroka sínum reiði fólksins yfir sig. Eftir matarhlé bæjarfulltrúanna um hádegl var íhaldið enn með sama gamla viðkvæðið: „Engir peningar til" — og tók nú verkalýðurinn að ókyrr- ast. Þegar sýnt var að engu varð um þokað og Ihaldsfulltrúarnir farnir að fara í felur, en lögregla tók til að ryðja salinn og gangbrautina, hófst svo bardagi sá, sem frægastur hefur orðið í íslenzkri stéttabaráttu. „Eins og fljót, sem farveg sinn ei skilur, fellur þessi mæddra brjósta hylur. Lengst, lengst niðri er æskuhjartans ylur, — yfir svellur þjáninganna flóð. Aldan þeytist áfram, snögg sem bylur. ísland kvelst. — Á götunum er blóð.“ (Jóh. úr Kötlum: 9. nóv.). Lögreglan beitti sem fyrr mannskæðum trékylf- um, en verkamenn reyndu eftir mætti að ná sér i spýtur og annað til varnar, en síðan tók Héðinn Valdimarsson, Sigurður Guðnason o. fl. að rótta þeim sundurbrotna stóla og annað innan úr saln- um út um brotna gluggana til að berjast með. Fóru 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.