Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 39

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 39
vegarínn gegn öllum andstæðingum sameinuðum og sem forusta með meirihluta verkalýðsins þar á bak við sig. I eldraun hörðustu stéttabaráttu islenzkrar verklýðssögu var að vaxa, þroskast og herðast nýtt forustuafl islenzkrar verklýðshreyf- ingar. Tiu ár liðu. Kommúnistaflokkurinn gekk í gegnum sina barnasjúkdóma 1933—34, yfirvann þá og tók upp þá viðfeðmu samfylkingarstefnu, er færði verkalýðnum og stefnu flokksins hvern sigurinn af öðrum. Alþýðuflokkurinn vann stærsta kosninga- sigur sögu sinnar 1934, sveitaflutningar voru af- numdir og rikislögregla sem vopn atvinnurekenda í vinnudeilum afnumin ,,í vísu trausti þess, að unnt sé að stjórna þessari friðsömu þjóð með þeirri mannúð og því réttlæti, að úr engum deilum þurfi að skera með hernaði og ofbeldi" (4. ára áætlun- in). En forusta Alþýðuflokksins sleppti á hátindi valds þess flokks gullnum tækifærum til allsherjar- samstarfs alls íslenzks verkalýðs. 1938 sameinaðist svo K.F.I. og vinstri armur Alþýðuflokksins í Sósial- istaflokknum — og eftir margskonar átök, ofsóknir og bönn stóð nú sá flokkur sem bezta kjarnalið hinnar sósíalistísku verklýðshreyfingar Islands frammi fyrir örlagarikustu átökum íslenzkrar sögu um áramótin 1941 til 1942. II. í SÓKN TIL SIGURS Aðstæðurnar í ársbyrjun 1942 voru svo ólikar því, sem var 1932, sem verða mátti. Atvinnuleysið var horfið. Bandariski og brezki herinn þurftu á öHu þvi vinnuafli að halda, er þeir gátu fengið. Þrælalög þjóðstjórnarinnar höfðu fallið úr gildi i ársbyrjun 1941, nokkur verklýðsfélög fengið hækk- on, en Dagsbrún hafði tapað sinu verkfalli vegna ofbeldis brezka hersins, sem samspil hafði við atvinnurekendur, og fyrir aumingjahátt íhaldssamr- ar félagsstjórnar. En það varð í síðasta sinn sem Dagsbrún tapaði verkfalli. Stéttir þær, sem tókust á, litu misjafnt á málin og ástandið allt. Burgeisastéttin hugsaði sem svo að verkalýðurinn myndi nú vera rólegur, allir hefðu vinnu eftir lang- varandi atvinnuleysi og hefðu þar að auki fengið nokkurn forsmekk af því hvað það kostaði að ybba sig. Máske hefur hún trúað skrifum áróðursmanna sinna: að verkamenn væru í sjálfu sér þægir og góðir og yndu glaðir við það, sem þeim væri skammtað, — það væru bara vondir kommúnistar sem æstu þá upp til ósvífinna kaupkrafna til þess að eyðileggja þjóðfélagið, — og slík ósvinna gæti ekki tekizt, þegar allir hefðu vinnu! Stjórn Sósialistaflokksins skilgreindi hinsvegar ástandið á marxistiskan hátt. Þegar ekkert atvinnu- leysi væri gat atvinnurekendastéttin ekki ráðið við kaupgjaldið. Hana vantaði þann atvinnuleysingja- her, sem Marx kallaði „varalið auðmagnsins", — svo nauðsynlegt til að hræða þá, er í vinnu væru og halda kaupinu niðri eða lækka það. Ytri að- stæður væru því góðar. Nú var það aðeins undir þroska verkalýðsins og forustu hans komið að sigursæl kauphækkunarbarátta tækist. Og þær innri aðstæður voru að skapast: Sósialistar höfðu nú náð forustu í mörgum verk- lýðsfélögum, ýmist haft hana um nokkurt skeið, tekið hana 1941 eða tóku hana um og eftir ára- mótin 1941—42. Voru sósialistar formenn í þess- um félögum: Rafvirkjafélagi Reykjavíkur, Jónas Ás- grimsson, — Félagi skipasmiða, Sigurður Þórðar- son, — Iðju, félagi verksmiðjufólks, Björn Bjarna- son, — Skjaldborg, félagi klæðskerasveina, Helgi Þorkelsson, Bakarasveinafélagi Islands, Egill Gísla- son, — Sveinafélagi húsgagnasmiða, Ólafur H. Guðmundsson, — Félagi bifvélavirkja, Valdimar Leonhardsson, — Nót félagi netagerðarmanna, Halldóra Guðmundsdóttir, — Sveinafélagi hús- gagnabólstrara, Ragnar Ólafsson. En í ýmsum öðrum félögum var samstjórn rót- tækra Alþýðuflokksmanna, samfylkingarmanna og sósíalista svo sem Hinu islenzka prentarafélagi: Magnús Jónsson formaður, Stefán ögmundsson ritari, — Bókbindarafélaginu: Jens Guðbjörnsson formaður, Guðgeir Jónsson ritari, — Múrarafélagi Reykjavikur: Guðbrandur Guðjónsson formaður, Guðjón Benediktsson ritari (hann var formaður 1936—40, og 1946—49). Dagsbrún var hinsvegar enn um áramótin 1941—2 í höndum afturhaldsins. Hægri foringjar Alþýðuflokksins höfðu hinsvegar sýnt það fyrir áramótin að þá vantaði bæði vilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.