Réttur


Réttur - 01.07.1972, Síða 14

Réttur - 01.07.1972, Síða 14
EINAR OLGEIRSSON TORTÍMING EÐA SAMFYLKING? Það fjölgar æ þeim röddum vísindamanna og annarra, sem vara við því, hver ógn bíði mann- kyns, ef skefjalaus þróun stóriðju og allrar þeirrar rányrkju, eyðingar, eyðileggingar og eitrunar, sem henni fylgir, haldi áfram án þess tekið sé i taum- ana og sú þróun sveigð undir heildarhagsmuni mannkyns. Þetta mál er eitt pólitískasta vandamál nútímans ásamt spurningunni um frið eða heims- stríð. Það þarf að athugast í því samhengi sem hluti af vandamálum auðvaldsskipulags nútímans. I. „eða báðar stéttir líði undir lok“ Þeir Marx og Engels höfðu gert ráð fyrir því í frægum setningum í „Kommúnistaávarpinu" að stéttabaráttu milli yfirstétta og undirstétta i sög- unni lyki ýmist með því að þjóðfélagið tæki „ham- skiptum í byltingu eða báðar stéttir líði undir lok." Oft hafði það gerzt í sögunni fyrr að um leið og báðar stéttir liðu undir lok, að forn menningarriki hurfu og auðnir einar urðu eftir. Mennirnir gátu á þeim tíma eyðilagt mikið, svo sem eyðimerkur á fornum menningarslóðum sýna. En vélbylting stóriðjunnar og örlagaríkar uppfinningar aldar vorr- ar gerðu mönnum kleift að eyðileggja margfalt meir en nokkru sinni fyrr. Og að loknu síðasta stríði tóku framsýnustu menn að gera sér Ijóst að stétta- baráttu verkalýðs og auðvalds i veröldinni gæti lokið með öllu voveiflegri hætti: að mannkyninu sjálfu yrði útrýmt á jörðinni og að árþúsundir gætu liðið unz þróun lifs skapaði slíka tegund lífvera að nýju, ef það þá yrði nokkru sinni. Það var hættan á kjarnorkustyrjöld með til- heyrandi geisla-virkni og -eitrun, sem ógnaði lifi mannkyns. Framsýnustu friðarvinir tóku þá upp 142

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.