Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 60

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 60
mýkingu, sem hann varð að þola sakir stétt- ar sinnar og litarháttar, tókst honum að brjót- ast fram til menntunar og verða kennari. Marks gerðist félagi í Kommúnistaflokki Suður-Afríku 1925 og varð brátt einn af leiðtogum hans. Og eftir að Abram Fischer, sá frægi formaður flokksins, var dæmdur í æfilangt fangelsi á einni af fangaeyjum hvítu fasistanna, tók Marks við formennskunni. Eg hef átt þess kost að hitta Marks nokkr- um sinnum og m.a. hlýða á ræðu þá, er hann flutti á heimsráðstefnu róttækra verka- mannaflokka, — kommúnistaflokka og ann- arra, — 1960. Voru þar margar góðar ræð- ur fluttar, en ræða John B. Marks bar af að tilfinningahita og mælsku. Aramga barátta í „banni laga og réttar", við ofsóknir og fangelsanir, tekur á heilsuna. Síðustu árin var Marks því orðinn heilsu- tæpur, en hugurinn og fórnfýsin ætíð hin sama. Fráfall hans er því mikill missir ágæt- um flokki hans, sem þar að auki saknar tuga beztu manna sinna, er kveljast í dýfl- issum fasistanna. — E.O. KREPPUTEIKN KAPITALISMANS Það fjölgar æ teiknum um alvarlega kreppu í höfuðlöndum auðvaldsins, einkum þó á eftirfarandi sviðum: iðnaðarframleiðsl- unni, þróun heimsverzlunarinnar, gjaldeyris- málum, verðbólgu og atvinnuleysi. Iðnaðarframleiðsla auðvaldsheimsins hafði frá 1955 til 1968 tvöfaldazt þ.e.a.s. aukizt um IV2 % að meðaltali á ári. Svo var og 1968 og 1969. Hinsvegar brá til hins verra síðan: 1969—1970 jókst iðnaðarframleiðsla þessara landa (USA, England, V.-Þýzkal., Frakkland, Italía, Japan) aðeins um 3V2V0 og 1970—71 aðeins um 2 Vz%- Sama þróunarmynd verður ofan á, þegar heimsverzlunin er athuguð: 1949 til 1960 tvöfaldaðist hún. 1960 til 1969 jókst hún enn um 100%. Þannig var árleg aukning 1955—1969 lU/2%. En 1969 til 1970 jókst hún aðeins um 8V2V0 og 1970—71 aðeins um 5%. — Raunverulega er hafið verzlunar- arstríð á milli hinna voldugu ríkjasamsteypa auðhringanna. Gjaldeyriskreppa auðvaldsheimsins heldur áfram. Víetnam-stríðið sligar efnahag ame- ríska risans. Auðvaldslöndin reyná að ýta hætmm kreppunnar hvert um sig af sér og yfir á keppinautinn, t.d. með því að reyna að knýja fram hækkun vesmrþýzka marksins, — til þess að rýra samkeppnishæfni vesmrþýzka auðvaldsins, eða undirbúa lækkun pundsins til að bæta samkeppnisaðstöðu enska auð- valdsins á kostnað alþýðu þar í landi. Verðbólga eykst í auðvaldsheiminum, ekki hvað sízt vegna gífurlegra hernaðarútgjalda hans. Arleg verðhækkun neyzluvara í þessum höfuðlöndum auðvaldsins var 1960—66 2%, 1967 3%, 1968 4%, 1969 5%, 1970 6%, 1971 6%,. Aukning verðbólgunnar er þann- ig orðin þreföld miðað við það, sem hún var 1960—66. — Okkur íslendingum ógnar þetta að vísu ekki, en fyrir fesm auðvalds- heimsins er þessi þróun stórhætmleg. Tala atvinnuleysingja í þessum löndum hefur vaxið. 1960—66 vom 3% vinnufærra fjölskyldufyrirvinnenda atvinnulausir, 1967 —69 einnig 3%, en 1970 4% og 1971 5%. Einn hundraðshluti samsvarar í þessum löndum VA miljón verkamanna, — eða þrem eða þrem miljónum manna ef fjöl- skyldur þeirra eru taldar með. Það samsvar- ar því að á tveim árum, 1970 og 1971, hafi 6 miljónir manna bætzt í þann hóp er verður fyrir barðinu á atvinnuleysinu. (5% samsvara IV2 miljón verkamanna eða 15 miljónum, er verða að þjást af atvinnuleysi). 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.