Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 21

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 21
halda sem leppstjórnir arðráni erlenda auðveldslns. Á kostnað vestrænna auðhringa og banka* og með einbeitingu nýtízku vísindaþekkingar má bjarga al- þýðu þriðja heimsins frá hungri á nokkrum áratug- um, ef hún sjálf hjálpar til pólitískt. Jafnvel sjálf- um Alþjóðabankanum mætti umsnúa i andstæðu sína, hjálparstofnun I stað arðránsfyrirtækis, með samstarfi þessara þriggja aðiia á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Miðdepill vandans er Vestur-Evrópa. Forsenda fyrir sigri samfylkingar þar er samstarf kommún- ista- og sósíaldemókrataflokkanna í þeim löndum. Forsendan fyrir því samstarfi er: að sósíaldemó- krataflokkarnir gerist sjálfstæðir flokkar verkalýðs og launþega, alveg óháðir auðmannastéttum land- anna, — að kommúnistaflokkarnir verði fullkom- lega sjélfstæðir gagnvart sósíalistlsku rikjunum, láti ekki af hollustu eða samúð gagnvart þeim hafa sig til að verja verk, sem eru andstæð sóslalism- anum, — og að samtök verkalýðsins með sínum voldugu sjóðum beiti sér að því að verkalýðshreyf- ingin eignist voldugri og áhrifarikari fjölmiðla en þá, sem einvaldskonungar auðvaldslns í blaðaheim- inum nú einbeita að þvi að eitra hugi alþýðufólks. Skilyrði slíks samstarfs innan verklýðshreyfingarinn- ar í víðustu merkingu er að á komist umburðar- lyndi gagnvart skoðunum samferðamanna — ekki sízt sósíalistískum, hvort sem taldir eru til ,,hægri“ eða „vinstri", og brennimerkingarnar séu lagðar niður. Takist hinsvegar sigur samfylkingar í Vestur- Evrópu, þá verða Bandarikin hinn mikli Þrándur i Götu allra viturlegra ráðstafana sakir eiginhags- muna sinna og auðvaldsblindnl: Bandarikin byggja nú aðeins 6% alls mannkyns, en þessi þjóð neytir 40% þeirra afurða, sem ver- öldin framleiðir. Og örfáar blaðasamsteypur auð- kýfinga róða hvað fólkið fær að vita og þar af leiðandi hvernig það hugsar. Þar er ,,villt um og stjórnað af fám". Auðvald Bandaríkjanna hefur gert sér skattskyld flest lönd heims, sem það hefur * Ég skrifaði I 1. hefti Réttar 1966 grein undir fyrir- sögninni: ,,Ef Jón Sigurðsson forseti gerði reikn- ingsskil hinna rændu þjóða við þær riku?" og minnti þar á reikningsskil hans fyrir hönd vor Is- lendinga við Dani. Flutti ég og tlllögu á Alþingi þess efnis að Islendingar athuguðu að flytja slikt mál á þingi Sameinuðu þjóðanna. náð tangarhaldi á með einu eða öðru móti — og sýgur siðan til sin afurðir þeirra og auðæfi. En það hriktir nú í heimsveldi þess, hver þjóð rís upp gegn því á fætur annarri — og sjálfur dollarinn fellur. En vinnist Vestur-Evrópa til viturlegrar samfylk- ingar verkalýðsflokkanna og annarra ábyrgra aðila um framhald mannlífs, þá munu hin voldugu Banda- riki liklega verða að láta undan og breyta um stefnu. V. Hvað um ísland? Þegar vindur stendur af meginlandi Evrópu berst stundum hingað til vor mengað andrúmsioft verk- smiðjuhverfanna, — og við finnum hvað við eigum enn til að vernda. Út frá höfnum meginlandsins læðast flutninga- skip, fyllt eitruðum úrgangsefnum, sem kasta á i hafið, lifsuppsprettu vora og annarra, — og við tygjumst til varnar gegn þeirri árás eiturbyrlandi auðhringa. Við horfum til baka til þess tíma, er útlendingar veiddu hvali fyrir Austurlandi og Vestfjörðum, fleygðu öllu nema því eftirsóttasta, — og fóru að þeim stofni uppurnum. Við minnumst síldarmergðarinnar, æfintýrisins, sem er á enda, — máske af því við ugðum ekki að okkur í tíma. Og við stöndum nú í striði, til þess að fá að vernda þann fisk, sem enn er ekki útrýmt, — og vitum að gráðugt, samvizkulaust ránsvald ætlar sér ekki að sleppa gömlum ránsfeng fyrr en i fulla hnefana. Og ofan á allt annað hefur svo ófyrirleitnasta herveldi heims herstöð á Islandi, til þess að hafa land vort og þjóð að útvirki, ef til kjarnorkustríðs kemur og fórna þannig þjóð vorri sem peði sinu i skáktafli gereyðingarinnar. Og við sáum hættuna á að 10 til 20 eiturspúandi „stasjónir" erlends auðvalds risu hér upp og auð- hringar legðu undir sig landið sem einokunin danska forðum. Svo vér höfum margt að vernda enn og vlnna úr erlendum klóm hervalds og auðvalds, — en 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.