Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 47

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 47
Það verði bezt gert með því, að landsmenn sam- einist, óháð öllum stéttamörkum, um að auka hag- vöxt og þjóðarauð; þá muni hverjum og einum á- skotnast meiri hlutdeild í „kökunni". Hér er á ferð- inni hreinræktuð borgaraleg hugmyndafræði, sem stangast óþyrmilega á við reynslu launafólks af hinu svonefnda íslenzka velferðarþjóðfélagi. Næg- ir í því sambandi að minna á eftirfarandi: a) Félagsmálastefna „velferðarþjóðfélagsins" er í eðli sínu fyrirbyggjandi. Hún hróflar ekki við þeim sem „betur mega" í þjóðfélaginu, heldur fæst við þá sem sjá sér ekki nokkurnveginn far- borða innan ríkjandi markaðskerfis, s.n. afskipt- ir hópar (sjúkir, fatlaðir, aldraðir). Gildiskvarð- ar markaðarins segja til um, hver eru hin ,,fé-' lagslegu vandamál". Hér er því ekki um það að ræða að breyta gerð og staðháttum þjóðfé- lagsins, heldur aðeins að jafna ýmsa agnúa þess. Velferðarstefnan eyðir ekki orsökum at- vinnuleysis heldur sér mönnum fyrir bótum þeg- ar markaðsöflin hafa ekki þörf fyrir starfsorku þeirra. Hún leitast ekki svo mjög við að skapa afskiptum hópum skilyrði til þjóðfélagslegrar þátttöku við þeirra hæfi sem að gera þá að styrkþegum, sem verða utanveltu við starfandi líf. Þar við bætist að greiðslur almannatrygg- inga hérlendis miðast einkum við hreint trygg- ingasjónarmið — sömu bætur til allra fyrir sömu iðgjöld — og aðeins að litlu leyti við efnahag og ástæður hins tryggða. Með því móti jafna þær lítið kjör þegnanna, heldur girða fyrst og fremst fyrir, að þeir sem einhverra hluta vegna eru ófærir um að sjá sér farborða, komist á vonarvöl. En mikið vantar á, að íslenzkt trygg- ingakerfi standist að þessu leyti samjöfnuð við velferðarþjóðfélög annarra Norðurlanda. b) Engin haldbær rök eru fyrir því, að félagslegar ráðstafanir til að „bæta afkomu" almennings hafi leitt til lífskjarajöfnunar milli þjóðfélags- stétta. Reyndar er upplýsingum um eignaskipt- ingu og gróða (tekjur og eignir) haldið vand- lega leyndum af borgarastéttinni og pólitískum umboðsmönnum hennar, og fátt eitt verður ráð- ið af skýrslum um skatttekjur varðandi bilið milli hæstu og lægstu tekjuhópa þjóðfélagsins. Tekjumismunur hér á landi verður því ekki auð- veldlega mældur í tölulegum stærðum. En opin- berar tölur um brúttótekjur fram taldar til skatts á 8.1. áratug benda til þess, að launaójöfnuður fari vaxandi. Að því er opinbera starfsmenn varðar, er ótvírætt, að bilið milli hæstu og lægstu launaflokka hefur breikkað á sama ára- bili. Þar hefur m.a. komið til starfsmatskerfi, sem endurspeglar borgaralegt gildismat á þvi hvaða starfsþættir verðskulda mesta umbun. Við vaxandi tekju- og launamisrétti bætast áhrif félagslega rangláts skattakerfis, þar sem gróði og tekjur af eignum njóta mikilla forrétt- inda umfram launatekjur, bæði með tilliti til álagningar reglna og aðstöðu til undandrátts frá skatti. Ekki skiptir minna máli í þessu sam- bandi, að hér á landi er hlutfall óbeinna skatta (tolla, söluskatts o.s.frv.), miðað við beina skatta (tekjuskatt, útsvör o.þ.h.), hærra en ger- ist viðast hvar anars staðar, eða sem svarar rúmlega 3:1. Auk þess er stigi beinnar skött- unar þannig lagaður, að naumast er um að ræða í reynd stighækkandi greiðsluhlutfall eft- ir efnum og ástæðum þegnanna. Jafnvel hinir beinu skattar hafa því ekki nein jöfnunaráhrif heldur þvert á móti. Það er því Ijóst, að svona velferðarþjóðfélag leiðir ekki til tekjujöfnunar. Það hróflar ekki við stéttaeðli þjóðfélagsins, heldur færir stéttaskipt- inguna í nýjar skorður, m.a. með því að auka launamismun eftir starfsstöðu manna. Þessi mismunur er einnig réttlættur með því að störfin útheimti misjafnlega mikla menntun. Þar með er menntakerfið látið helga ójafnréttið, sem felst í stéttaafstæðum sjálfs þjóðfélagsins. c) Þó að riki og sveitarfélög eigi allmikinn hlut að atvinnurekstri og láti í té margs konar þjónustu, er sú kenning fráleit að hagkerfið sé þar með orðið óskilgreindur blendingur kapítalisma og sósíalisma (sbr. „blandað hagkerfi"). Það, sem raunverulega hefur gerzt, er, að borgara- stéttin hefur í stórauknum mæli tekið hið opin- bera í sína þjónustu og komið á fót æ fleiri og viðameiri stofnunum, sem eru háðar borgara- legu forræði. Það er í fullu samræmi við gróða- hagsmuni einkaframtaks, að rikið kosti fram- kvæmdir við undirbyggingu atvinnureksturs, s.s. vega-, hafnar- og flugvallagerð, — að það haldi uppi skólakerfi, sem sér þvi fyrir tæknimennt- uðu vinnuafli; — að það „þjóðnýti tap" þeirra fyrirtækja, sem einhverra hluta vegna skila ekki gróða — annaðhvort með beinni yfirtöku eða styrkjum af almannafé. Undirokun rikisins undir gróðahagsmuni einkaaðilja sést m.a. á því 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.