Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 31
EINAR OLGEIRSSON
TVÖ
HÁMARKSÁR
STÉTTABARÁTTU
1 REYKJAVlK
1932 OG 1942
Fyrir 40 og fyrir 30 árum, — 1932 og 1942 —
urðu einhver sögulegustu og áhrifaríkustu átök,
sem gerzt hafa i íslenzkri stéttabaráttu. Þessi átök
sýndu það hvort á sinn máta, hvílík nauðsyn verka-
lýðnum er á því, ef fullur sigur á að vinnast, að
hann sé sjálfur eigi aðeins einhuga og vigreifur,
heldur og hitt að forusta hans kunni að samtvinna
svo hina almennu hagsmuna- („faglegu") og stjórn-
mála-baráttu, að þar verði enginn bilbugur á fund-
inn, engin sundurlimun af hálfu andstæðingsins
komist þar að.
Verkalýðnum er ætíð hollt að hafa forna reynslu
í huga, þá taka skal veigamiklar framtíðarákvarð-
anir. Því skal stéttabarátta þessara ára rifjuð nokk-
öð upp, hvað hápunkta hennar snertir.
I.
í VÖRN GEGN NEYÐ
Heimskreppa auðvaldsskipulagsins hafði 1931
haldið innreið sina á Islandi með tilheyrandi verð-
falli og atvinnuleysi. Islenzk burgeisastétt vissi
ekki hvaðan á sig stóð veðrið, botnaði hvorki upp
né niður í orsökum og afleiðingum. Eínn fremsti
stjórnmálamaður hennar hafði sagt að „kreppan
væri eins og vindurinn, enginn vissi hvaðan hún
kæmi né hvert hún færi." Stjórnmálamenn borgara-
159