Réttur


Réttur - 01.07.1972, Page 61

Réttur - 01.07.1972, Page 61
Hið eftirtektarverða er hinsvegar að verka- lýður auðvaldslandanna herðir baráttu sína, þrátt fyrir atvinnuleysið. Hið markverðasta dæmi var hið stórfenglega verkfall kola- námumanna í Englandi, þar sem þeir ger- sigruðu brezku afturhaldsstjórnina og knúðu fram kröfur sínar um stórfeilda kauphækk- un — og það þó ein miljón manna væru atvinnulausir í Englandi. (Hér er stuðst við grein Jiirgen Kucz- ynski, prófessors við Humboldt-háskólann í Berlín, er birtist m.a. í Tiden, tímariti danska Kommúnistaf lokksins). FINNLAND Finnski kommúnistaflokkurinn hefur á síðustu áratugum verið einn hlutfallslega sterkasti kommúnistaflokkur auðvaldslanda Evrópu, — næst á eftir þeim ítölsku og frönsku. Hann átti við mikla erfiðleika að etja frá því hann var stofnaður 1918, — ofsóknir, bönn, fangelsanir, — og þar til eftir stríð 1945. Þá skipulagði hann Lýð- ræðisbandalag finnsku alþýðunnar (SKDL) og hefur síðan verið aðalafl og uppistaða þess. Hefur hann oftar en einu sinni átt sæti í ríkisstjórn Finnlands. Hinsvegar komu upp all harðvímgar deilur innan flokksins eftir 1968 og þótt eining haldist skipast flokks- menn allmjög í tvo arma. Styrkleikaþróunina má sjá af eftirfarandi hlutfallstölum Lýðræðisbandalagsins í þing- kosningum, innan sviga atkvæði í þúsundum: 1945: 23,5% (399 þ.) — 1948: 20,0% (376 þ.) — 1951: 21,6% (391 K> — 1954: 21,6% (434 þ.) —1958: 23,2% (451 þ.) — 1962: 22,0% (507 þ.) — 1966: 21.2% (503 þ.) — 1970: 16,6% (421 þ.) — 1972: 17,0% (484 þ.). I finnská ríkisþinginu eiga sæti 200 þing- menn. Eru hlutfallskosningar svo tala hvers flokks segir nokkurn veginn rétt til um fylgí hans. Hafa löngum eftir stríð verið áhöld um hvorir sterkari væru borgaralegu flokk- arnir eða verklýðsflokkarnir, en þeir fyrr- nefndu þó löngum haft heldur bemr. Þá hafa og oft verið áhöld um hvorir sterkari væru sósíaldemókratar eða Lýðræðisbandalag- ið (kommúnistar). Hafa þó sósíaldemókrat- ar haft bemr síðustu árin, kann þar að valda bæði innanflokksdeildur kommúnista og máski of einangrunarsinnuð stefna hjá sterk- um hluta flokksins. Þingmannatalan eftir stríð var þessi: Ár Lýðrœðisbdl. Sósíaldemokr. Borgai 1945 49 50 101 1954 43 54 103 1962 47 38+2* 103 1966 41 55+7* 97 1970 36 52 112 1972 37 55 108 Unilever-hringurinn er annar sterkasti auðhringur heims utan Bandaríkjanna. Sá stærsti er Shell. Árið 1966 hafði þessi auð- hringur samkvæmt skýrslu Formne, ameríska fjármálatímaritsins, velm, er nam rúmum 5000 miljónum dollara. Gróði þess hrings var þá, eftir að skattar höfðu verið dregnir frá, um 180 miljónir dollara. Hringurinn hafði þá um 300.000 manns í þjónusm sinni. Unilever hefur einbeitt sér að framleiðslu flestra vara úr hverskonar feiti, svo og mat- vörum. Hringurinn hefur átt flestar herzlu- verksmiðjur auðvaldshluta Evrópu og verið * Síðartöldu eru vinstri sósíaidemókratar, sem klufu sig ut úr sósíaldemókrataflokknum og stofn- uðu „Sósíaldemokratiskt samband verkamanna og smábænda" og höfðu nokkurt samflot með komm- únistum um tíma. UNILEVER 189

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.