Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 32

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 32
stéttarinnar voru álíka sleipir i hagfræði sem veð- urfræði. En um afleiðingarnar voru borgaraflokkarnir sammála. Jónas frá Hriflu, — maðurinn sem Ihaldið lýsti sem höfuðforingja kommúnista á Islandi, þótt hann hefði ofsótt þá grimmilegar en nokkur annar, — boðar með hörku að alþýða manna verði að „neita sér um allt nema að halda við starfsorkunni og greiða vexti og afborganir af skuldum". Og Morgunblað Ihaldsins var ekki í neinum vafa um af hverju atvinnuleysið stafaði: „Atvinnuleysið staf- ar fyrst og fremst af því, að sósíalistabroddarnir hafa sprengt kaupgjald manna svo hátt að afrakst- ur vinnunnar, fiskafurðir t. d. geta ekki með nú- verandi verðlagi endurgreitt vinnulaunin.----------- Höfundar atvinnuleysisins eru sósíalistabroddarnir sjálfir". (Mbl. 4. sept. 1932) Sem sé: Kauplækk- un. Þetta var áður en Ihaldið lærði lýðskrumið af þýzku nazistunum, en kom til dyranna eins og það er klætt. Krataforingjar Alþýðuflokksins höfðu á Alþýðu- sambandsþinginu í nóvember 1930 sýnt þá dæma- fáu blindni að neita hættunni á kreppu (Ólafur Friðriksson: „Kreppan er hvergi til nema í kollinum á Brynjólfi Bjarnasyni") og gert þá hörmulegu villu að neita tilboði kommúnista um samstarf inn- an Alþýðusambandsins, en í staðinn sett á þau einræðislög, sem síðan leiddu til þess að þeir klufu verklýðsfélög þar sem kommúnistar voru í meiri- hluta. Harkan í bræðravígum verklýðsflokkanna var því mikil. Alþýðuflokkurinn hafðl enn valdið I stærstu verklýðsfélögum Reykjavíkur, en Komm- únistaflokkurinn (KFl) var vígreifur og sóknharður og honum tókst í æ ríkara mæli að skera upp herör meðal verkamanna sjálfra gegn atvinnuleysinu og afleiðingum kreppunnar. Burgeisastétt Islands sýndi það á árinu 1932 að hún ætlaði sér, — ef hún bara gæti — að brjóta samtök verkamanna á bak aftur, velta byrð- um kreppunnar yfir á herðar þeirra og beita til þess öllu því ofbeldi og valdi, einkalegu og opin- beru, sem hún megnaði. Árið hófst með ofbeldinu í Keflavík, er Axel Björnsson, formaður nýstofnaðs verklýðsfélags, var handtekinn af útgerðarmönnum aðfaranótt 19. janúar og fluttur nauðugur í bát til Reykjavikur, en verkamenn síðan neyddir til að slíta félagsskap sínum 22. janúar. Morgunblaðið varði hróðugt of- beldið, kvað útgerðarmenn aldrel hafa viljað viður- kenna félag þetta og „sýndist þeim bezt að reyna K. F. f. gaf út allmikið af iitlum bæklingum á þess- um árum til þess að ná til verkamanna og upplýsa þá. Hér er mynd af forsiðu sliks litils bæklings (16 siður í litlu broti) um kreppuna, þar sem or- sakir hennar og afleiðingar voru skilgreindar svo og ráðin til baráttu gegn henni. að losa sig við þau aðskotadýr, sem ætluðu að hindra sjálfsbjargarviðleitni Keflvíkinga". (Mbl. 21. janúar). Harðvítug stéttabarátta stóð í Vestmannaeyjum i ársbyrjun með hörðum átökum og tilræðum við aðalforingja verkamanna, Isleif Högnason og Jón Rafnsson. Víða um land voru átökin hörð og sögu- leg. 29. mai 1932 tóku atvinnurekendur I Bolunga- vík Hannibal Valdimarsson, formann Baldurs á Isa- firði, fastan, er hann kom til að aðstoða verkamenn í Bolungavík I vinnudeilu, og fluttu til Isafjarðar. En 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.