Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 10

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 10
algerlega rökheldir og þegar maður rennir huganum til þessara tíma læðist að honum sterkur grunur um að þeim hafi ekki alltaf verið sjálfrátt; þeir hafi verið haldnir ein- hvers konar sjálfsefjun, sem hafi fyrirmunað þeim að beita þeirri skynsemi og rökhyggju, sem þeim var vissulega ýmsum gefin. „Rúss- arnir koma, Rússarnir koma" — fyrir þeirri ægilegu hugsýn varð öll rökhugsun að víkja. (Til frekari áréttingar þessum orðum og til ábendingar þeim, sem muna kannski ekki svo langt aftur í tímann má nefna að lengivel átti Morgunblaðið ekki nein sterkari rök fyr- ir „nauðsyn" hernámsins en óstaðfesta munn- mælasögu um að þá fyrir hálfri öld hefði Lenín látið orð falla á þá leið að ekki væri hægt að ofmeta hernaðarlegt mikilvægi Is- lands. Ergo: Rússarnir koma, Rússarnir komá!). Þótt enn heyrist við og við hjáróma rödd sem reynir að halda því fram að hin hafn- lausa flotadeild Bandaríkjanna sem nú er í hernámshreiðrinu á Miðnesheiði gegni því hlutverki að „annast varnir landsins" og „tryggja öryggi" þess, má svo heita að helztu forsvarsmenn hernámsins, a.m.k. þeir sem hafa einhverja nasasjón af því, sem gerzt hefur í heimsmálunum undanfarin ár og nægilegt vit og heilindi til að draga af því ályktanir, hafi fellt niður málflutning af þessu tagi. Þeir myndu að vísu sjálfsagt reyna að halda áfram síbyljunni um „varnir og ör- yggi Islands", ef þeir teldu nokkrar líkur á því að hún bæri enn þann árangur sem hún hafði vissulega framanaf hernáminu. En þeim er orðið Ijóst að röksemdir af þessu tagi hljóma sem afkáralegur útúrsnúningur, sem alger öfugmæli, í eyrum manna í dag, einkum hinnar ungu kynslóðar, sem af eðli- legum ástæðum er æði tortryggin á allar við- teknar skoðanir og lítt ginkeypt fyrir órök- studdum slagorðum, sem ganga þaraðauki algerlega í berhögg við alla þá vitneskju sem hún hefur aflað sér um heiminn og samtíð sína. Það er ótvíræð vísbending um þá algeru breytingu sem orðið hefur á málflutningi íslenzkra hernámssinna að í tveimur forysm- greinum um dvöl bandaríska herliðsins á Islandi sem í sumar birmst í Morgunblaðinu með tveggja daga millibili (23. og 25. júnO er ekki minnzt á það einu orði að hlutverk hernámsliðsins sé að standa vörð um „öryggi Islands". Þótt engum séu gerð upp nein orð, verður vafla dregin önnur álykmn af þess- um greinum, sem ætla má að túlki sjónarmið forystu Sjálfstæðisflokksins, en sú að „öryggi" og „varnir" Islands skipti hana engu máli lengur, séu henni a.m.k. algert aukaatriði. Rússagrýla Morgunblaðsins er orðin að steini og er reyndar full ástæða til að fagna því. En fyrir marga þá sem af ýmsum og oft annarlegum hvömm vilja fyrir hvern mun halda sem fastast í hernámsliðið — jafnvel þótt Bandaríkjamenn tækju það upp hjá sjálfum sér að fara að tína saman föggur sínar og halda heim — hlýmr það að hafa verið mikið áfall að grýlan sem hafði þjónað þeim svo dyggilega skyldi alltíeinu daga uppi. Það varð því að finna önnur rök fyrir því að bandarískt herlið sæti hér áfram, fyrst búið var að viðurkenna, með þögninni ef ekki beinum orðum, að sú tilbúna forsenda sem fram hafði verið færð fyrir nauðsyninni á komu þess og langvarandi, jafnvel ævar- andi, dvöl þess hér, ófriðlegt ástand í heim- inum og sérstaklega hættan á að Rússar legðu Island undir sig, var ekki frambærileg leng- ur. Og í áðurnefndum forystugreinum Morg- unblaðsins, sem eru dæmigerðar fyrir ger- breyttan málflutning hernámssinna, er reynt að réttlæta hernám Islands með því að reki 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.