Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 16

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 16
En svo hafa ennfremur opnast augu manna fyrir öðrum ekki siður geigvænlegum hættum, sem fylgja skefjalausri útbreiðslu stóriðjunnar og hams- lausum eyðsluvenjum síðkapítalismans („neyzlu- þjóðfélagsins"). Eitrun andrúmsloftsins af útblæstri bíla og verk- smiðja, — eyðilegging mannslíkamans með kvika- silfurseitrun, DDT og fleiru, — köfnunardauða mannkyns vegna súrefnisskorts eftir eyðileggingu skóga og þéttingar lofthjúpsins umhverfis jörðina, — og þannig mætti lengi telja þær hættur. Viss snerting stóriðju auðvaldsins við náttúru og umhverfi manna minnir oss á þjóðsöguna um Midas konung, þá allt varð að gulli, er hann snart við, svo hungurdauðinn beið hans: I Ítalíu er mengun slik að vegna óhreins vatns eru sýkingar af typhus 11550 á ári, Evrópumet. I Mílanó er lungnakrabbi tvöfalt tíðari en annarsstað- ar á Italíu — vegna óhreins andrúmslofts. I Singapur sýkja efnaverksmiðjur sjóinn svo heilar fisktegundir deyja út. Mezquital-dalurinn I Mexíko, forðum grænn, er orðinn hvitur af ryki amerískra og þýzkra sements- verksmiðja. New York, Tokio, Frankfurt a. M. þjást af bílaút- blæstri, iðnaðarryki, ærandi hávaða og heilum skriðum af rusli. Sama hlutskipti hljóta nú Sao Paulo, Mexico, Delhi og aðrar stórborgir þriðja heimsins. Skógurinn tryggir mannkyninu súrefnl. Banda- rikin hafa keppzt við að eyða honum. Forð- um þöktu skógar 365 miljónir hektara í Banda- rikjunum, — nú aðeins 16 miljónir. Nú er 50% alls skóglendis jarðar í þróunarlöndunum. Frum- skógar Brasilíu eru ein helzta súrefnisuppspretta mannkyns. Þeir eru nú höggnir látlaust, til að tryggja fé, m.a. upp í skuldir til hins ameríska Shylocks. Aðeins alþjóðleg samhjálp getur tryggt mannkyninu súrefni I framtíðinni og bætt um leið þriðja heiminum að fullu þá fórn að bjarga mann- kyninu. Andrúmsloft og hreint vatn eru í hættu. Hráefni og ræktanlegt land getur gengið til þurrðar innan aldar, segja sumir vísindamenn. Skýrsla vísinda- manna við Massachusetts Institute of Technology (MIT) hefur orðið mikið umrædd og umdeild I því sambandi. Vandamálin eru mikil og margbrotin:* Aðferðir, sem vinna bug á hungri eins og „Græna- byltingin", en hún byggir mikið á DDT-skordýra- eitrinu, skapa ný vandamál: DDT veldur eitrun I beinum manna. Þá kemur spurningin: Eru þessar óhugnanlegu fylgjur stóriðjunnar og markaðsframleiðslunnar ó- hjákvæmilegar afleiðingar tækniframfaranna eða eru þær bundnar auðvaldsskipulaginu og því við- ráðanlegar án þess að tækniþróunin sé stöðvuð? Auðvald ýmissa ríkja hefur vissulega sýnt glæp- samlegt hirðuleysi um þessar hættur, þrátt fyrir aðvaranir vísindamanna: Samkvæmt skýrslum kjarnorkunefndar söktu Bretland, Belgia, Vestur-Þýzkaland, Frakkland og Holland á árinu 1968 11 þúsund smálestum geisla- virkra úrgangsefna í ótryggum umbúðum i Atlanz- hafi. Geislavirkt vatn, sem notað er til kælingar i kjarnorkustöð í Hanford (USA), streymir um Kolumbíafljótið i Kyrrahafið. Eitrað vatn úr kjarnorkustöðvum Breta rennur út í irska hafið. Samskonar vatn úr plutonium-stöðvum Frakka renn- ur út í Rhone-ána og eitrar svo fiska í Miðjarðar- hafinu. Bandaríkin létu sökkva 418 stórum ilátum með baneitruðu taugagasi i Atlanzhaf i ágúst 1970. Þau höfðu að engu mótmæli hvaðanæva úr heimin- um. Enginn veit hve lengi ilát þessi halda eitrinu. Ef þau springa eitra þau Atlanzhafið frá Florida- skaga til Evrópu. Og þessum eiturilátum var ein- mitt sökkt i Golfstrauminn, sem myndi þá bera eitrið til fslands m.a., til Evrópustranda og til ann- arra heimshafa. Það er máski varla von að auðmannastéttir sinni alvarlegum aðvörunum um það, sem geti gerzt, þegar þær ekki skirrast við að beita banvænu eitri vísvitandi í aðgerðum sínum: Efnið ,,225-T" er notað sem illgresiseyðir i Bandarikjunum. Kindahjörð í Nevada hlaut eitrun af efni þessu, þannig að 60% lambanna fæddust dauð eða vansköpuð — og hin dóu brátt. Á sama svæði drápust árið 1968 6400 kindur af tauga- * I „Rétti" hafa áður skrifað um þessi mál: Stefán Bergmann: „Maður og umhverfi", 1970, bls. 164 —168, — og Hjörleifur Guttormsson: „Náttúru- vernd og verkefnin framundan", 1971, bls. 3—10. Og í Þjóðviljanum birtist 21. júní 1972 ræða Magn- úsar Kjartanssonar: „Hagvexti eru takmörk sett". (Sjá Neista í þessu hefti). 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.