Réttur - 01.07.1972, Síða 16
En svo hafa ennfremur opnast augu manna
fyrir öðrum ekki siður geigvænlegum hættum, sem
fylgja skefjalausri útbreiðslu stóriðjunnar og hams-
lausum eyðsluvenjum síðkapítalismans („neyzlu-
þjóðfélagsins").
Eitrun andrúmsloftsins af útblæstri bíla og verk-
smiðja, — eyðilegging mannslíkamans með kvika-
silfurseitrun, DDT og fleiru, — köfnunardauða
mannkyns vegna súrefnisskorts eftir eyðileggingu
skóga og þéttingar lofthjúpsins umhverfis jörðina,
— og þannig mætti lengi telja þær hættur.
Viss snerting stóriðju auðvaldsins við náttúru og
umhverfi manna minnir oss á þjóðsöguna um Midas
konung, þá allt varð að gulli, er hann snart við,
svo hungurdauðinn beið hans:
I Ítalíu er mengun slik að vegna óhreins vatns
eru sýkingar af typhus 11550 á ári, Evrópumet. I
Mílanó er lungnakrabbi tvöfalt tíðari en annarsstað-
ar á Italíu — vegna óhreins andrúmslofts.
I Singapur sýkja efnaverksmiðjur sjóinn svo
heilar fisktegundir deyja út.
Mezquital-dalurinn I Mexíko, forðum grænn, er
orðinn hvitur af ryki amerískra og þýzkra sements-
verksmiðja.
New York, Tokio, Frankfurt a. M. þjást af bílaút-
blæstri, iðnaðarryki, ærandi hávaða og heilum
skriðum af rusli. Sama hlutskipti hljóta nú Sao
Paulo, Mexico, Delhi og aðrar stórborgir þriðja
heimsins.
Skógurinn tryggir mannkyninu súrefnl. Banda-
rikin hafa keppzt við að eyða honum. Forð-
um þöktu skógar 365 miljónir hektara í Banda-
rikjunum, — nú aðeins 16 miljónir. Nú er 50%
alls skóglendis jarðar í þróunarlöndunum. Frum-
skógar Brasilíu eru ein helzta súrefnisuppspretta
mannkyns. Þeir eru nú höggnir látlaust, til að
tryggja fé, m.a. upp í skuldir til hins ameríska
Shylocks. Aðeins alþjóðleg samhjálp getur tryggt
mannkyninu súrefni I framtíðinni og bætt um leið
þriðja heiminum að fullu þá fórn að bjarga mann-
kyninu.
Andrúmsloft og hreint vatn eru í hættu. Hráefni
og ræktanlegt land getur gengið til þurrðar innan
aldar, segja sumir vísindamenn. Skýrsla vísinda-
manna við Massachusetts Institute of Technology
(MIT) hefur orðið mikið umrædd og umdeild I því
sambandi. Vandamálin eru mikil og margbrotin:*
Aðferðir, sem vinna bug á hungri eins og „Græna-
byltingin", en hún byggir mikið á DDT-skordýra-
eitrinu, skapa ný vandamál: DDT veldur eitrun I
beinum manna.
Þá kemur spurningin: Eru þessar óhugnanlegu
fylgjur stóriðjunnar og markaðsframleiðslunnar ó-
hjákvæmilegar afleiðingar tækniframfaranna eða
eru þær bundnar auðvaldsskipulaginu og því við-
ráðanlegar án þess að tækniþróunin sé stöðvuð?
Auðvald ýmissa ríkja hefur vissulega sýnt glæp-
samlegt hirðuleysi um þessar hættur, þrátt fyrir
aðvaranir vísindamanna:
Samkvæmt skýrslum kjarnorkunefndar söktu
Bretland, Belgia, Vestur-Þýzkaland, Frakkland og
Holland á árinu 1968 11 þúsund smálestum geisla-
virkra úrgangsefna í ótryggum umbúðum i Atlanz-
hafi.
Geislavirkt vatn, sem notað er til kælingar i
kjarnorkustöð í Hanford (USA), streymir um
Kolumbíafljótið i Kyrrahafið. Eitrað vatn úr
kjarnorkustöðvum Breta rennur út í irska hafið.
Samskonar vatn úr plutonium-stöðvum Frakka renn-
ur út í Rhone-ána og eitrar svo fiska í Miðjarðar-
hafinu.
Bandaríkin létu sökkva 418 stórum ilátum með
baneitruðu taugagasi i Atlanzhaf i ágúst 1970. Þau
höfðu að engu mótmæli hvaðanæva úr heimin-
um. Enginn veit hve lengi ilát þessi halda eitrinu.
Ef þau springa eitra þau Atlanzhafið frá Florida-
skaga til Evrópu. Og þessum eiturilátum var ein-
mitt sökkt i Golfstrauminn, sem myndi þá bera
eitrið til fslands m.a., til Evrópustranda og til ann-
arra heimshafa.
Það er máski varla von að auðmannastéttir sinni
alvarlegum aðvörunum um það, sem geti gerzt,
þegar þær ekki skirrast við að beita banvænu
eitri vísvitandi í aðgerðum sínum:
Efnið ,,225-T" er notað sem illgresiseyðir i
Bandarikjunum. Kindahjörð í Nevada hlaut eitrun
af efni þessu, þannig að 60% lambanna fæddust
dauð eða vansköpuð — og hin dóu brátt. Á sama
svæði drápust árið 1968 6400 kindur af tauga-
* I „Rétti" hafa áður skrifað um þessi mál: Stefán
Bergmann: „Maður og umhverfi", 1970, bls. 164
—168, — og Hjörleifur Guttormsson: „Náttúru-
vernd og verkefnin framundan", 1971, bls. 3—10.
Og í Þjóðviljanum birtist 21. júní 1972 ræða Magn-
úsar Kjartanssonar: „Hagvexti eru takmörk sett".
(Sjá Neista í þessu hefti).
144