Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 53
útveg, — tilfærslur með sköttum, lánastarfsem!
o.fl. Einnig verður ríkið að annast ýmsar fram-
leiðslugreinar sem einkaaðilar megna ekki eða
hafa ekki hag af að reka. I orði kveðnu þykist
stjórnmálaflokkur borgarastéttarinnar berjast fyrir
einkarekstri á öllum sviðum, en í reynd brýtur
hann gegn þeirri reglu þegar heildarhagsmunir
stéttarinnar krefjast.
Island sem hluti af „frjálsu" og samhæfðu (inte-
greruðu) markaðssvæði í Vestur-Evrópu hefði misst
verulegan hluta af efnahagslegu sjálfsforræði sínu,
og það væri ofurselt þeim markaðslögmálum, sem
gætu haldið því til langframa á stigi vanþróunar
og i nýlenduafstöðu gagnvart forusturíkjunum. Is-
lendingar verða því að taka mið af þessum hætt-
um, bæði í sambandi við atvinnuuppbyggingu
heima fyrir og markaðstengsl út á við.
HÆTTUR FRÁ
MARKAÐSBANDALÖGUM
OG HEIMSVALDASTEFNU
Ljóst má vera, að stöðug hætta steðjar að
efnahagslegu sjálfstæði þjóðar, sem staðsett er
mitt á áhrifasvæði heimsvaldastefnunnar og þar
sem borgarastétt fer með völdin. Þess vegna berst
flokkurinn af alefli gegn aðild Islands að markaðs-
bandalögum og ítökum erlends auðmagns í efna-
hagslifi landsins.
Markaðsbandalögin í V-Evrópu, Fríverzlunar-
bandalagið (EFTA) og Efnahagsbandalagið (EBE),
eru tæki auðhringanna til að færa út kviarnar og
halda velli I harðnandi samkeppni út á við. For-
svarsmenn kapitalismans í álfunni fagna stofnun
þeirra með því að þeir telja, að slík bandalög
styrki hagkerfið og geri það lífvænlegra. En auk
þess hefur EBE pólitísk markmið um samruna
langt út fyrir eiginleg markaðssvið.
Samþjöppun auðmagnsins á æ færri hendur —
einokunartilhneiging — og þensla þess út fyrir
landamæri „móðurlandsins" — heimsvaldastefna
— eru fólgin í þróunarlögmálum kapltalismans. Til
þeirra má rekja núverandi skiptingu heimsins i
iðnþróaðar þjóðir og vanþróaðar, en þeirri skipt-
ingu er haldið við með skefjalausu arðráni af
hálfu hinna auðugu tæknivæddu þjóða. Forusturiki
auðvaldsheimsins hafa ætíð keppt að því að
njóta óhindraðs markaðar út fyrir landamæri sln;
sameiginleg markaðssvæði þeirra og vanþróaðra
svæða er inntak nýlendustefnunnar, nýrrar sem
gamallar. Nútíma markaðsbandalög eru áframhald
þeirrar þróunar. Innan þeirra myndast og rúmast
hlið við hlið háþróuð og vanþróuð svæði, þar sem
hlnum síðarnefndu hnignar eða þau ná sér ekki á
Strik vegna óhindraðs leiks markaðsaflanna.
181