Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 60
mýkingu, sem hann varð að þola sakir stétt-
ar sinnar og litarháttar, tókst honum að brjót-
ast fram til menntunar og verða kennari.
Marks gerðist félagi í Kommúnistaflokki
Suður-Afríku 1925 og varð brátt einn af
leiðtogum hans. Og eftir að Abram Fischer,
sá frægi formaður flokksins, var dæmdur í
æfilangt fangelsi á einni af fangaeyjum hvítu
fasistanna, tók Marks við formennskunni.
Eg hef átt þess kost að hitta Marks nokkr-
um sinnum og m.a. hlýða á ræðu þá, er hann
flutti á heimsráðstefnu róttækra verka-
mannaflokka, — kommúnistaflokka og ann-
arra, — 1960. Voru þar margar góðar ræð-
ur fluttar, en ræða John B. Marks bar af að
tilfinningahita og mælsku.
Aramga barátta í „banni laga og réttar",
við ofsóknir og fangelsanir, tekur á heilsuna.
Síðustu árin var Marks því orðinn heilsu-
tæpur, en hugurinn og fórnfýsin ætíð hin
sama. Fráfall hans er því mikill missir ágæt-
um flokki hans, sem þar að auki saknar
tuga beztu manna sinna, er kveljast í dýfl-
issum fasistanna. — E.O.
KREPPUTEIKN
KAPITALISMANS
Það fjölgar æ teiknum um alvarlega
kreppu í höfuðlöndum auðvaldsins, einkum
þó á eftirfarandi sviðum: iðnaðarframleiðsl-
unni, þróun heimsverzlunarinnar, gjaldeyris-
málum, verðbólgu og atvinnuleysi.
Iðnaðarframleiðsla auðvaldsheimsins hafði
frá 1955 til 1968 tvöfaldazt þ.e.a.s. aukizt
um IV2 % að meðaltali á ári. Svo var og
1968 og 1969. Hinsvegar brá til hins verra
síðan: 1969—1970 jókst iðnaðarframleiðsla
þessara landa (USA, England, V.-Þýzkal.,
Frakkland, Italía, Japan) aðeins um 3V2V0
og 1970—71 aðeins um 2 Vz%-
Sama þróunarmynd verður ofan á, þegar
heimsverzlunin er athuguð: 1949 til 1960
tvöfaldaðist hún. 1960 til 1969 jókst hún
enn um 100%. Þannig var árleg aukning
1955—1969 lU/2%. En 1969 til 1970 jókst
hún aðeins um 8V2V0 og 1970—71 aðeins
um 5%. — Raunverulega er hafið verzlunar-
arstríð á milli hinna voldugu ríkjasamsteypa
auðhringanna.
Gjaldeyriskreppa auðvaldsheimsins heldur
áfram. Víetnam-stríðið sligar efnahag ame-
ríska risans. Auðvaldslöndin reyná að ýta
hætmm kreppunnar hvert um sig af sér og
yfir á keppinautinn, t.d. með því að reyna að
knýja fram hækkun vesmrþýzka marksins, —
til þess að rýra samkeppnishæfni vesmrþýzka
auðvaldsins, eða undirbúa lækkun pundsins
til að bæta samkeppnisaðstöðu enska auð-
valdsins á kostnað alþýðu þar í landi.
Verðbólga eykst í auðvaldsheiminum, ekki
hvað sízt vegna gífurlegra hernaðarútgjalda
hans. Arleg verðhækkun neyzluvara í þessum
höfuðlöndum auðvaldsins var 1960—66 2%,
1967 3%, 1968 4%, 1969 5%, 1970 6%,
1971 6%,. Aukning verðbólgunnar er þann-
ig orðin þreföld miðað við það, sem hún
var 1960—66. — Okkur íslendingum ógnar
þetta að vísu ekki, en fyrir fesm auðvalds-
heimsins er þessi þróun stórhætmleg.
Tala atvinnuleysingja í þessum löndum
hefur vaxið. 1960—66 vom 3% vinnufærra
fjölskyldufyrirvinnenda atvinnulausir, 1967
—69 einnig 3%, en 1970 4% og 1971
5%. Einn hundraðshluti samsvarar í þessum
löndum VA miljón verkamanna, — eða
þrem eða þrem miljónum manna ef fjöl-
skyldur þeirra eru taldar með. Það samsvar-
ar því að á tveim árum, 1970 og 1971, hafi
6 miljónir manna bætzt í þann hóp er verður
fyrir barðinu á atvinnuleysinu. (5% samsvara
IV2 miljón verkamanna eða 15 miljónum,
er verða að þjást af atvinnuleysi).
188