Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 14

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 14
EINAR OLGEIRSSON TORTÍMING EÐA SAMFYLKING? Það fjölgar æ þeim röddum vísindamanna og annarra, sem vara við því, hver ógn bíði mann- kyns, ef skefjalaus þróun stóriðju og allrar þeirrar rányrkju, eyðingar, eyðileggingar og eitrunar, sem henni fylgir, haldi áfram án þess tekið sé i taum- ana og sú þróun sveigð undir heildarhagsmuni mannkyns. Þetta mál er eitt pólitískasta vandamál nútímans ásamt spurningunni um frið eða heims- stríð. Það þarf að athugast í því samhengi sem hluti af vandamálum auðvaldsskipulags nútímans. I. „eða báðar stéttir líði undir lok“ Þeir Marx og Engels höfðu gert ráð fyrir því í frægum setningum í „Kommúnistaávarpinu" að stéttabaráttu milli yfirstétta og undirstétta i sög- unni lyki ýmist með því að þjóðfélagið tæki „ham- skiptum í byltingu eða báðar stéttir líði undir lok." Oft hafði það gerzt í sögunni fyrr að um leið og báðar stéttir liðu undir lok, að forn menningarriki hurfu og auðnir einar urðu eftir. Mennirnir gátu á þeim tíma eyðilagt mikið, svo sem eyðimerkur á fornum menningarslóðum sýna. En vélbylting stóriðjunnar og örlagaríkar uppfinningar aldar vorr- ar gerðu mönnum kleift að eyðileggja margfalt meir en nokkru sinni fyrr. Og að loknu síðasta stríði tóku framsýnustu menn að gera sér Ijóst að stétta- baráttu verkalýðs og auðvalds i veröldinni gæti lokið með öllu voveiflegri hætti: að mannkyninu sjálfu yrði útrýmt á jörðinni og að árþúsundir gætu liðið unz þróun lifs skapaði slíka tegund lífvera að nýju, ef það þá yrði nokkru sinni. Það var hættan á kjarnorkustyrjöld með til- heyrandi geisla-virkni og -eitrun, sem ógnaði lifi mannkyns. Framsýnustu friðarvinir tóku þá upp 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.