Réttur - 01.01.1973, Page 3
I.
ÍSLENZK KARLMENNSKA
Enn vorum vér íslendingar óþyrmilega á
það minntir að vér búum á eldfjalli svo að
segja, þegar gosið hófst í Heimaey 22. jan.
I fyrsta sinn í sögu þjóðar gýs eldur og
eimyrja úr iðrum jarðar í þéttbýli lands —
og það í fremstu og beztu verstöð þjóðarinn-
ar.
En voveiflegri ógn náttúruaflanna var hér
mætt með þeim íslenzku eðliskostum, sem
hörð móðurjörð hefur alið í íbúum landsins
öldum saman: æðruleysi, karlmennsku og
samhjálp. Ymsir voru máske farnir að efast
um tilvist þeirra eðliskosta í vélvæddu „vel-
ferðar' -ríki nútímans, menguðu af gróða-
hyggju auðvaldsins. En einmitt í Eyjum,
þar sem sjómaðurinn glímdi daglega við Ægi
allt sitt líf og allir íbúarnir lifa með í bar-
áttu hans, — þar, sem hættan vofir í sífellu
yfir og samhjálpin á sjónum er æðsta boðorð,
ef út af ber, — þar er þjóðin alin upp og
mótuð þeim eðliskostum, sem eru undirstaða
tilvistar í þessu landi elds og ísa. Því fann
þjóðin öll til stolts, er hún sá og lifði í sjón-
varpi og sögn viðbrögð Vestmannaeyinga:
karla, kvenna og barna. Því var bátabrúin,
sem byggt var að morgni gosdagsins og barg
því dýrmætasta, er Eyjamenn og Island áttu,
mannslífunum, afrek samtaka vinnandi fólks,
3