Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 4
sjómanna fyrst og fremst, unnið án heraga, en í sjálfsaga og samhjálp. Það voru unnin mörg afreksverk þá nótt og þann morgun, sem aldrei verða í annálum skráð. En þegar mannlífunum er bjargað, blasir ógn eyðileggingarinnar við: Hundruð húsa hulin vikri, blómleg byggð í ösku klædd, at- vinnulíf stærstu verstöðvar Islands lamað — enginn veit hve lengi. Við skulum hvorki gera of lítið né of mikið úr því, sem hér hefur gerzt. Við hugsum til ógna eldsumbrota, sem fært hafa heilar eyjar í kaf með öllu lifandi. Vér hugsum til Vietnam, sem eytt er af eld- regni manna, — „bandamanna” vorra, — fólkið drepið, akrar eitraðir, skógar aflaufg- aðir, jarðvegur eyðilagður, — og oss verður á að meta hve miskunnsöm blind náttúru- öflin eru oss hér í samanburði við drottnun- argirnd voldugs ríkis gagnvart Vietnam. Og við hugsum til forfeðra vorra sem í fátækt og tækjaleysi urðu að þola slíkar búsifjar sem Móðuharðindinn. En við skulum svo hins vegar muna að þær náttúruhamfarir, sem hér hafa orðið, baka þúsundum Vestmannaeyinga hverskon- ar tjón og erfiðleika, röskun á öllu lífi, er menn eru rifnir upp með rótum, og sáran missi umhverfis og aðbúnaðar, — auk þess sem það veldur þeim og þjóðinni allri efna- hagslegu tjóni, sem telja verður — ekki í hundruðum milljóna króna, — heldur í milj- örðum. Hitt er svo ótvírætt að gagnvart svona náttúruhamförum verðum við Islendingar að standa saman, samábyrgir. Það hefur forsæt- isráðherra landsins undirstrikað, strax í ræðu að kveldi fyrsta dagsins: „Þjóðin verður öll að jafna þessi tjóni á sig. Hér er um sameiginlegan vanda þjóðar- innar að ræða. Hér verður að koma til sam- bjálpar þjóðfélagsins alls." Hvernig slík samábyrgð er framkvæmd getur hinsvegar vissulega verið álitamál og skal ei rætt að sinni. En hitt er aðalatriði að þorri þjóðarinnar og forusta hennar standa saman með samábyrgð í þessu máli. En þá er rétt að víkja að öðru, andstæðu og ólíku hugarfari. II. „HVAÐ ER HÆGT AÐ GRÆÐA Á ÞVÍ“? íslandi bárust vissulega samúðarkveðjur, er náttúruhamfarirnar hófust, bæði frá frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum og víðar að. Svipuð samhjálparalda og fór um Islands byggðir fór og um Færeyjar og fleiri norræn lönd. Og það var ekki látið við samúðina sitja. Samhjálp var boðin, þegin og veitt. En það komu líka aðrar kveðjur — kaldar. Brezki imperíalisminn er alltaf samur við sig. Hann er vanur að hagnýta sér í þágu auðvalds síns, jafnt fáfræði og fátækt sem tækniskort frumstæðra þjóða svo ekki sé tal- að um sundrungu meðal þeirra, einkum ef hann getur ánetjað sér svikula yfirstétt. Heimsvaldasinnarnir brezku sýna alltaf sinn innri mann, er á reynir. Sir Alec Douglas- Home hótaði að senda herskip á Islandsmið í sama mund og eldgosið hófst. Hann hélt að Island mundi þá gugna milli tveggja elda: annars úr iðrum jarðar, hins úr byssum Breta. Hann þekkir lítt þrjózku okkar þjóðar — og ætti samt að geta stungið hendi í eigin barm. Islendingar og Bretar eru svipaðir hvað þráann snertir. Sumir urðu til að segja það, sem þeir háu hugsa og vona. Níðgreinin í „Stavanger Aftenblad" 24. jan. ljóstraði upp þeirri von versta afturhaldsins erlendis að nú yrði Is- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.