Réttur - 01.01.1973, Síða 11
komna. Hins vegar hafa þeir ríku orðið mun rikari
og stóru hringarnir enn voldugri og auðugri, eins
og fyrrverandi framkvæmdastjóri EBE Mansholt
sagði nýlega i ræðu. Á Islandi hefur verðbólgan
líku hlutverki að gegna, þó ekki alveg því sama.
Hér tryggir hún vöxt og viðgang afætulýðsins, sem
ég kalla svo. Hún veitir fjölda manns möguleika
á að eignast stóreflis eignir án þess að gera ann-
að en biða. Ég á hér ekki við íbúðahúsabyggjendur,
sem græða óverulega á verðbólgunni þótt hún
virðist auðvelda í upphafi, þvi ný hús hækka örar
en gömul og þvi gera menn tæpast betur en standa
í stað. Nei, ég á fyrst og fremst við þá, sem
kaupa sér stöðugt stærrl og dýrari atvinnutæki
s.s. báta og togara, þá, sem hrúga upp auðnum
svo og fjölda fólks, sem fær lífsframfæri sitt af
sóunarkerfinu sjálfu í stað þess að vinna arðbær
störf í tengslum við framleiðsluna og dreifingu
hennar. En skaðlegastir eru þó innflytjendur
sem — þökk sé verðbólgunni — tekst hvorttveggja
að fá ókeypis lán og losna við vörur sínar á
óheyrilega háu verði. Já ekki nóg með það, þeim
tekst líka að losa sig undan eðlilegum gjaldeyris-
skilum og skilja eftir stórfjármuni erlendis. Þetta
heitir á kurteisu máli fjármagnsflótti. En afæturnar
eru fleiri. Þær maka krókinn i stofnunum og fyrir-
tækjum sem lifa af verðbólguskattlagningu og tekj-
um sem byggjast á verðbólgugróða en ekki rekstr-
argróða sem er þekkt fyrirbæri í hagfræði. Verð-
bólga eyðir samkeppni, eykur spámennsku en við-
heldur sóun verðmæta og óhagkvæmum rekstri.
Verðbólgan og sá sóunarhugsunarháttur, sem
henni er samfara og er undirrót margra efnahags-
vandamála okkar, er eitt brýnasta viðfangsefni
efnahagsmálanna hérlendis.
Það kæmi illa við kaunin á hluta borgarastétt-
arinnar, sem svo er kölluð til aðgreiningar frá
launafólki, ef verðbólgan og orsök hennar, sóunin,
yrði kveðin niður. Niðurfærsluleiðin fyrrnefnda
bauð upp á þessa möguleika, og hægt hefði verið
i kjölfar hennar að gera umfangsmiklar breytingar
á íslenzku efnahagslífi, ef samstaða hefði náðst
um þá leið, sem þvi miður var ekki.
Hún var sú leið, sem sósíalískur flokkur hefði
átt að fara við núverandi aðstæður og hefja með
henni allsherjar hreingerningu í kerfinu. Hún hefði
boðið upp á fjölmarga möguleika; dregið úr þjóð-
félagslegri sóun, sljákkað niður í einkaframtakinu
á sumum sviðum og styrkt samhyggju og félags-
legt framtak, allt innan núverandi hagkerfis. En
hún hefði þurft sterka aðstandendur og hvort þeir
voru fyrir hendi er vafamál.
IV.
Ég á enn eftir að segja frá því, sem ekki stendur
í guðsspjöllunum, eins og skýrsla efnahagsnefndar
er stundum nefnd.
Forsendur skýrslunnar eru m.a. þær, að hún leit-
ar ekki að skipulagslegum orsökum vandans, ein-
göngu hagrænum vandamálum, sem byggjast á
hagsveiflum. Hún bendir á leiðir til að koma á þjóð-
hagslegu jafnvægi en minnist engu orði á þau
öfl, sem liggja að baki skekkjunnar, og sýnir því
ekki nema aðra hlið málsins. Hin hliðin er skipu-
lagning atvinnulifsins í smáatriðum.
En af hverju var ekki vikið að þessum málum
í álitinu? Af tveimur ástæðum: Meirihluti nefndar-
manna áleit þess enga þörf, hér væri ekki um
skipulagslegan vanda að ræða, svo og var tíminn
til gagngerrar tillögugerðar of naumur.
Ef kröfur um breytingar á skipan efnahagsmála
verða háværar og rikisstjórnin gerir þær að sín-
um þarf að skrifa aðra skýrslu. Hún myndi sýna
áhrif skipulagningarinnar á gangverk hagkerfisins,
hvernig skipan efnahagsmálanna skekkir afstöður
hagrænna stærða og, er sem slík orsakavaldur
hins þjóðhagslega halla, sem verið var að glíma
við að leysa.
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að
jafnvægisleysi efnahagslifsins hér er ekki tima-
bundin undantekning heldur dagleg regla og þótt
við losnum aldrei algjörlega við það, má með
breyttri skipan draga verulega úr jafnvægisleys-
inu. En skipulagsbreytingar skila ekki sjáanlegum
árangri strax og vegna þeirrar landlægu áráttu
að byrgja þá fyrst brunninn eftir að barnið er dottið
ofan i, er beðið um bráðabirgðaráðstafanir til
lausnar aðkallandi vanda.
Ef ráðizt yrði á skipulagsmálin yrði verðlags-
kerfið fyrst á vegi okkar; síðan rækjumst við á
niðurgreiðslukerfið, sem er hluti af því fyrrnefnda.
Lífeyris- og fjárfestingarsjóðakerfið svo og sóun-
arkerfi dreifingar á olíu, vátryggingum og pen-
ingum skoðaðar.
Næst þyrfti að athuga þær reglur, sem ákveða
og móta rekstrarskilyrði atvinnuveganna, bók-
haldsreglur, afskriftir og fleira en einnig eignar-
form atvinnutækjanna, hvort núverandi eignarform
11