Réttur


Réttur - 01.01.1973, Síða 16

Réttur - 01.01.1973, Síða 16
þeirra nálínið um hið gamla Þýzkaland keis- ara, konunga og kúgara. Það var sem þessi þjóð skálda og hugsuða („Dichter und Denker") sameinaði mestu snillinga sögu sinnar til sameiginlegrar mögn- unar þess afls, sem var að brjótast út úr skurninni í uppreisn vefaranna: Heine, sem var sósíalisti, hafði kynnzt Karli Marx í des- ember 1843 í París, — en þar bjuggu þeir báðir. Marx var sjálfur að skapa og móta kommúnistíska lífsskoðun sína á þessum ár- um. Það fór ekki hjá því að við mótun þess sósíalisma, er magna skyldi verkalýðinn til afnáms stéttaþjóðfélagsins og alls kúgunar- valds yxi þessum mönnum sjálfum ásmegin. Hið háa ris í þessu magnþrungna kvæði Heines á máske að nokkru rætur sínar að rekja til áhrifa hinnar nýju vináttu, er þessir snillingar höfðu bundizt. Og í þennan göfga hóp bætist brátt hinn þriðji: Friedrich Engels kom til Parísar frá Englandi. 28. ágúst 1844 hittast þeir Marx í fyrsta sinn og tengj- ast þar í París einstæðustu vináttu- og sam- starfs-böndum sögunnar. Engels hafði þá að mestu ritað hina miklu bók sína „Astand verkalýðsins í Englandi", þar sem hann lýsti skelfingum þeim, sem byrjandi stóriðja auð- valdsins hafði leitt yfir verkalýðinn, en dró jafnframt upp myndina af því hvernig verk- lýðshreyfingin, sem þar var hafin: Chartism- inn, yrði að samtvinnast losaralegum hug- sjónum sósíalismans, sem hugspekingar þá boðuðu, — og verða þannig að því volduga byltingarafli, sem afnæmi auðvaldsskipulagið og kæmi sósíalismanum á. Engels vitnaði í og birti róttæk ádeilukvæði, sem brezkir verka- menn höfðu ort í neyð sinni, keimlík kvæð- um þýzku vefaranna. Ensk verklýðshreyfing — franskur hugvitssósíalismi — þýzk heim- speki: þessar þrjár undirstöður marxismans voru að renna saman í eitt á þessum árum í hug og höndum þessara snillinga. Það var sem þórdunur komandi mannfé- lagsbyltinga næðu jafnvel eyrum yfirstéttar- innar í þessum júnímánuði vefarauppreisnar- innar. Svo rammt kvað að, að jafnvel „Times", hið virðulega borgarablað, „fremsta blað Evrópu" ritar í þessum júnímán. 1844: „ ,Stríð gegn höllunum, friður með kofunum', það er vígorð skelfingarinnar, sem enn einu sinni kann að hljóma í voru landi. Hinir auðugu mega gceta sín!" Engels hreifst af Heine sem eðlilegt var, svo margt sem með þeim var skylt. Hann þýddi vefaraljóðið á ensku til þess að enskir verkamenn kynntust því. Engels hafði og þýtt mikið af baráttuljóðum brezkra verkamanna á þýzku og síðar einnig gömul ádeiluljóð dönsku bændanna gegn aðlinum, einskonar þjóðvísur eins og við Islendingar þekkjum þær. Það var ekki að undra þótt þýzka yfir- stéttin kveinkaði sér undan hinum römmu ádeiluljóðum Heinrichs Heine, ekki hvað sízt „Vefjarslagnum" — og legði á hann hatur. Enda fór svo þegar kúgun og harð- stjórn þýzka auðvaldsins náði hámarki sínu, í „Þriðja ríkinu", þá var nafn Heinrichs Heine bannað í Þýzkalandi, jafnvel höfundur „Lorelei" var „unbekannt" (óþekktur). En þýzk verklýðshreyfing hefur ætíð metið þennan mikla söngvara sinn að verðleikum, og í ríki þýzka verkalýðsins, „Þýzka alþýðu- lýðveldinu" (DDR) er hann dáður og elskað- ur af alþýðu manna. En borgarastétt Vestur- Þýzkalands hefur enn ekki náð sér eftir alda- gamalt háð hans og hatursljóð í hennar garð, þrátt fyrir allt hjal hennar um lýðræði og frjálslyndi. Hún kynokar sér enn við að horf- ast í augu við mátt ákvæðaskáldsins, þó hún geti ekki lengur neitað tilvist hans eða þurrk- að nafn hans af spjöldum sögunnar. ☆ ★ ☆ 16

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.