Réttur


Réttur - 01.01.1973, Side 31

Réttur - 01.01.1973, Side 31
upp í 64% á sama tíma. Fyrirtækin kaupa upp hlutabréfin til þess að geta öðlazt meirihlutavald og þannig geta þau ráðskazt með fyrirtækin að eigin vild án þess að taka tillit til vilja þeirra, sem eiga minnihluta hlutabréfanna. En þetta segir ekki alla söguna. EBE greiðir götuna fyrir auð- valdið é alla vegu. Stærstu auðfyrirtækin slá sér saman og verða þannig ennþá sterkari og ein- okunin verður enn grimmilegri. T.d. sameinuðust Commerzbank (þriðji stærsti banki I Þýzkalandi), Credit Lyonnais (næst stærsti banki i Frakklandi) og Banco di Roma (þriðji stærsti banki á Italíu), einnig bilaverksmiðjurnar Fíat og Citroen. Á bak við þetta allt standa aðeins örfáir menn. I V-Þýzka- landi eru einokunarherrarnir taldir vera aðeins 600 að tölu, eða 0,01 prómill af þjóðinni. 0,01 prómill þjóðarinnar hefur í hendi sér og ræður yfir af- komu 90% þjóðarinnar. ALÞÝÐUNNI BLÆÐIR Verkamenn — Atvinnuleysi er mikið I EBE. I stækkuðu EBE eru atvinnulausir um 3,5 miljónir. Auðhringarnir hafa sterka aðstöðu til að þvinga verkamenn. Þeir geta flutt vinnuaflið eftir því hvar þess er þörf. Erlendir verkamenn (Gastarbeiter) þiggja með „þökk" hvað sem býðst og oft eru þeir undirborgaðir. Tilfæringar og hagræðingar (rasjonalisering) á vinnustöðum leiða oft til þess að verkamönnum er fækkað og valda öryggisleysi á vinnustöðunum. Enginn veit hvar verður hagrætt næst. I Lorrainehéraði I Frakklandi er ákveðið að hagræða 12000 stólverkamönnum burt á 3 árum. I Arras hringir biskupinn bjöllu dauðans; bærinn er að lognast út af, allir eru farnir. I verksmiðjum í V-Þýzkalandi og Frakklandi hafa fyrirtækin fastráðið vopnaða umsjónarmenn (agenta), sem hafa það hlutverk að hindra „uppþot". Bændur — Auðhringarnir græða lítið á bænd- um. Þeir vinna ekki fyrir auðhringana og þeir kaupa litlar vörur af þeim. EBE hefur hafið stór- herferð á hendur bændum. Bændur eru hraktir af býlum sínum inn til iðnaðarþéttbýlisins. Mörg héruð eru orðin hálfgerð draugahéruð. I miklum mótmælum, þegar þændur hópuðust til Brussel til að mótmæla útrýmingu stéttarinnar, gat að lesa á slagorðaborðum: „ffitler útrýmdi Gyðingum — Mansholt útrýmir bændunum". öam- kvæmt Mansholt-óætluninni á helmingur bænda að vera horfinn fyrir 1980. V-ÞÝZKALAND OG FJÓRÐA RÍKIÐ Þegar EBE var stofnað, var Frakkland sterkasta ríkið í Evrópu. Flagsmunir Frakklands gengu fyrir þegar um mikilvægar ákvarðanir var að ræða. En þróunin leiddi til þess að það voru þýzku auð- hringarnir sem uxu hraðar en þeir frönsku. Banda- rískt fjármagn, blóðgjöf Þýzkalands eftir stríð, lífgaði svo upp þýzku auðhringana að þeir hafa nú vaxið fram úr öðrum auðhrlngum í Evrópu og eru orðnir lífgjöfum sinum i Bandaríkjunum hættulegur keppinautur á heimsmarkaðinum. 47% af bílum og 42% af stálvörum í EBE eru framleidd í V-Þýzkalandi. Pólitísk þróun hefur fylgt þeirri efnahagslegu eftir. Willy Brandt tók við af De Gaulle, sem sterki maðurinn í EBE. 12 af 25 stærstu auðhringum í EBE eru þýzkir. V-þýzku einokunarhringarnir sem standa að baki Brandt, eru þeir sömu og lyftu Hitler til valda á sínum tima. En þó þeir hafi sett upp lýðræðis-svipinn að þessu sinni er takmarkið það sama og áður. EBE ER HEIMSVALDASINNAÐ V-Þýzkaland skortir tilfinnanlega hráefnalindir. V-þýzku auðfyrirtækin verða að flytja inn alla oliu, 96% af járni, 88% af blýi o. s. frv. Og á sama tíma er þörfin fyrir fjárfestingamarkaði gífurleg. Bara á árinu 1970 fjárfestu v-þýzku auðfyrirtækin um 20 miljarða marka (DM) erlendis. Þing EBE heldur verndarhendi sinni yfir venju- bundnum hagsmunum Krupps, þegar það bendir á að EBE sé stærsti hráefnainnflytjandi heims og segir: „Þetta sýnir, að það er óhemju mikilvægt að tryggja iðnaðinum í EBE aðgang að hráefnum á því verði, sem ekki er lakara en það verð, sem keppinautarnir í öðrum heimshlutum verða að greiða..... Það er ekki útilokað að .... EBE, á sama hátt og keppinautar þess, verði að reka virkari pólitík til þess að útvega hráefni, sem finn- ast utan landamerkja EBE .... Svipað vandamál er í sambandi við orku, einkum þegar um er að 31

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.