Réttur - 01.01.1973, Page 33
vilja gegn kúgun og arðráni. Það þarf EBE-her til
að halda öllu í ,,Röð og Reglu". Sömuleiðis verður
EBE að verja hráefnalindir sínar og fjárfestingar
víðsvegar um heim. EBE verður að knýja kröfur
sínar gegn öðrum heimsvaldasinnuðum rikjum,
fram með valdi. Evrópa sem herveldi er ekki úti-
lokað eftir tiltölulega fá ár. Hervæðing í Þýzka-
landi hefur ekki verið eins ör og nú síðan á dögum
þriðja rikisins. Á 15 árum hafa útgjöld til hermála
fjórfaldazt. Árið 1970 voru útgjöldin um 20 miljarð-
ar DM.
FRIÐUR í EVRÓPU
EBE-ríki og EBE-her — hefur þetta frið í för
með sér?
NEI. Almenningur í Evrópu lítur auðsöfnun auð-
hringanna illum augum og baráttan gegn auðhring-
unum er að hefjast. Almenningur i EBE hefur ekki
hagnað af stækkun EBE, aðeins auðhringarnir.
NEI. EBE eykur hernaðarlega kúgun hvar sem
það setur niður klær sínar. I dag berst franski
herinn gegn alþýðunni í Tsjad með álika aðferðum
og vopnum og Bandarikjamenn nota í Vietnam.
Afríkönsk alþýða sér hvernig hetjuleg barátta víet-
nömsku þjóðarinnar er að færa henni sigur yfir
bandarísku heimsvaldasinnunum. Afríkönsk alþýða
mun berjast af sama hetjuskap gegn EBE heims-
valdasinnunum og ekki gefast upp þó að EBE-
herinn sjái svo um að hennar barátta verði álika
blóðug.
NEI. Árekstrar milli EBE-heimsvaldastefnunnar
og Bandarikjanna og jafnvel Sovétríkjanna geta
fljótt leitt til heimsstyrjalda. Við sjáum að heims-
valdasinnarnir hafa ekkert lært af sögunni og vilja
ekki læra af því það myndi skaða þá. Styrjaldir,
sem fellt hafa miljónir manna og valdið óskaplegu
tjóni, eru ekki auðvaldsherrunum óviðkomandi. Þær
eru bein afleiðing af sókn þeirra i meiri auð, stærri
markaði og ódýrara hráefni og vinnuafl.
Barátta gegn auðvaldsþróuninni er barátta fyrir
friði. Barátta gegn EBE er barátta fyrir friði i
Evrópu og í heiminum sem heild. Engin barátta
fyrir friði fer friðsamlega fram. Auðvaldið er ekki
tilbúið að láta af gerðum sínum, arðráni og kúgun,
og beitir því óspart valdi sínu, hervaldi, lögreglu
og efnahagsvaldi í öllum myndum, gegn þeim sem
risa upp gegn ofríkinu. Hinum undirokuðu stéttum
er þvi nauðsynlegt að búa sig undir harðvítuga
baráttu, jafnvel vopnaða, til þess að þær eigi ein-
hverja von um að bera sigur úr býtum. Friði verður
aldrei komið á fyrr en tekizt hefur að steypa auð-
valdinu og skipting hinna efnalegu gæða verður
réttlát samkæmt vilja og þörfum alþýðunnar, sem
skapar verðmæti þau sem allir menn lifa af. Þess
vegna er barátta gegn heimsvaldastefnunni barátta
fyrir friði.
1.
Hernaðarbandalög sem Bandarikin taka
þátt í.
1) Amerika
1. Inter-American Treaty of Reciprocal (Rio-
bandalagið) stofnað 2. sept. 1947.
2. Aukagrein við NATO, stofnuð 4. apríl 1949,
telur auk Bandaríkjanna: Kanada, Island,
Grænland, Bahama- og Bermúdaeyjarnar.
3. Gagnkvæmissamkomulag við Panama frá 2.
marz 1936.
2. Evrópa
1. North Atlantic Treaty (NATO), Atlantshafs-
bandalagið, stofnað 4. april 1949.
Aðildarlönd: Bandarikin, Belgía, Kanada,
Danmörk, Frakkland, Island, Ítalía, Lúxem-
burg, Holland, Noregur, Portúgal, England,
Grikkland, (aðili frá 1952), Tyrkland (aðili frá
1952), V-Þýzkaland (aðili frá 1955).
2. Yfirlýsing um samkomulag um endurnýjun
varnarsamnings milli Bandaríkjanna og Spán-
ar frá 26. september 1953 var gefin út 26.
september 1963.
3) Vestur-Asia
1. Viðaukinn við NATO frá 1952 með Grikk-
landi og Tyrklandi.
2. Bandaríkin aðili að CENTO-nefndunum (The
Pact of Mutual Cooperation) — hið svokall-
aða Bagdadbandalag — milli Irak, Tyrklands,
Englands, Pakistan og Iran; stofnað 24. febr.
1955.
Bandarikin eru aðili að hernaðarlegu og
efnahagslegu nefndunum og auk þess í nefnd
þeirri sem sér um að bæla niður ólgur og
uppþot í þessum löndum. Bandaríkin hafa
áheyrnarfulltrúa á ráðsfundunum (Council
meetings).
33