Réttur - 01.01.1973, Síða 39
EINAR OLGEIRSSON
PÓLITÍSKT
BAKSVIÐ
E FNAHAG SVAN DANS
Á hverju hausti í tæpa þrjá áratugi hafa íslenzk
stjórnmál snúizt um það að „leysa efnahagsvand-
ann". Misjafnlega mörg núll hafa verið sett aftan
við misjafnlega háa tölustafi og viðkomandi ríkis-
stjórn tilkynnt að þessar fúlgur verði að fást, ann-
ars stöðvist atvinnulífið.
Hvernig stendur á þessu? Af hverju er þjóð-
félagsheildin látin bera ábyrgð á atvinnurekstri
,,hins frjálsa framtaks"? Hvernig er þvi pólitiska
þaksviði háttað, sem gerir islenzkt auðvaldsskipu-
lag gersamlega frábrugðið auðvaldsþjóðfélögum
nágrannaþjóðanna að þessu leyti? Þar er sá at-
vinnurekandi látinn fara á hausinn, sem tapar, —
en hér virðist þjóðfélagið eiga að tryggja að allir
græði á öllum.
HVENÆR HÓFST ÞETTA?
Þessi tegund „efnahagsvanda", sem nú er glímt
við hófst fyrir tæpum þrjátiu árum.
Hann hófst við það að verkalýðurinn varð nógu
sterkur, til þess að sætta sig ekki lengur við fá-
tæktina og launakúgunina, — en ekki nógu vold-
ugur og nógu pólitískt þroskaður sem heild, til
þess að ráða þjóðfélaginu og stýra þvi eftir sínum
hugsjónum.
Þar með hefst efnahagsvandi burgeisastéttar,
sem enn ræður ríkjum, en er ekki nógu sterk til
þess að geta lækkað laun verkalýðsins, — póli-
tískt of veik til þess að þora til lengdar að láta
atvinnuleysið sverfa að, — en vill fá að græða
á öllu, sem hún leggur I, án þess að vera knúin
til þess að skipuleggja atvinnurekstur sinn af viti
eða umskipuleggja hann í sifellt stærri og betur
reknar heildir. — Og þessi burgeisastétt fer að
leita að nýjum leiðum til að geta haldið áfram að
græða án þess að viturlegu skipulagi væri komið
á atvinnureksturinn. Ein höfuðleiðin sem hún fór
var verðbólgan: 11% á ári að meðaltali i 30 ár.
Burgeisastéttin átti ekki við þessi vandamál að
striða í hinum „frjálsa" kapitalisma millistriðsár-
anna. Þá bjó verkalýðurinn við fátækt og atvinnu-
leysi, oft við sultarkjör. Og þá fóru atvinnurekendur
á hausinn samkvæmt eðli hins „frjálsa" kapital-
isma, — sem þeim er talin trú um að sé svo
indæll, — og að lokum voru „Kveldúlfur" og
„Alliance", voldugustu togarafélögin, og jafnvel
39